• UFA bikar 2025
  • MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

Fréttir

Mót í Hrísey 30. apríl fyrir 10-14 ára

Þann 30. apríl ætla Hríseyingar að halda frjálsíþróttamót líkt og þeir gerðu fyrir ári síðan.

Ferðatilhögunin lítur svona út: Lagt verður af stað frá Akureyri 14:50 en ferjan fer frá Árskógssandi kl 15:30. Keppnin stendur frá 16:30-18:30 og verður þá skellt sér í sund. Eftir sundið verður boðið upp á pizzu og síðan farið í skólann og haft kvöldvöku og þar verður einnig gist. (ath dýnur eru á staðnum)

Þeir sem vilja geta farið heim kl 21:00 á föstudagskvöldin en annars er heimför klukkan 9:00 með ferjunni á laugardagsmorgninum 1. maí og þá skella allir sér að sjálfsögðu í 1.maí hlaup UFA  :-)

Kostnaðurinn við ferðina er 2500 krónur en við þurfum að fá einhverja foreldra til að keyra út á Árskógssand og sækja.

 

Krakkar! Förum saman og höfum gaman

 Þjálfarar

Lesa meira

Hlaupanámskeið á Akureyri

Laugardaginn 24. apríl verður haldið hlaupanámskeið fyrir byrjendur á Akureyri. Það er Tofri H. Leifsson forsvarsmaður hlaupasíðunnar sem heldur námskeiðið í samvinnu við líkamsræktarstöðina Bjarg. Á námskeiðinu verður farið í grunnatriði hlaupaþjálfunar. Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum og verklegri æfingu. Fyrirlestrar verða kl. 9-12 og 13-16 og verklegur tími frá kl. 17-18.  Nánari upplýsingar og skráning á hlaupasíðunni.
Lesa meira

Sterkar UFA stúlkur á Sunnumóti í kraftlyftingum

Freydís Anna, Agnes Eva og Heiðrún Dís Kepptu á Sunnumótinu í Kraftlyftingum í Höllinni í gær. Freydís sigraði mótið með glæsibrag og röðuðu þær sér í eftsu sætin í stigum nánar um mótin vodvafikn.net   þar má sjá hvað þær lyftu og myndir af þeim.
Lesa meira

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA