• MÍ 11-14 2021
  • UFA bikar 2025
  • hlaup

    Langar ţig ađ hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

Fréttir

Gleđilega páska

Páskakveðjur til ykkar allra frá stjórn UFA. 

Njótið páskaeggjanna ;o)

Lesa meira

Ćfingar meistaraflokks um páskana

Æfingar meistaraflokks verða með eftirfarandi hætti um páskana:
Mánudagur 29. mars - miðvikudagur 31. mars, æft samkvæmt hefðbundinni æfingatöflu.
Fimmtudagur 1. apríl, æfing á Bjargi kl. 18:00
Föstudagur 2. apríl, frí hjá flestum en kastæfingar hjá nokkrum einstaklingum
Laugardagur 3. apríl, æfing á íþróttavelli/hlaupabraut kl. 11:00
Páskadagur 4. apríl, frí hjá öllum
Mánudagur 5. apríl, frí almennt, en kastæfingar hjá nokkrum einstaklingum
Frá þriðjudeginum 6. apríl tekur hefðbundin æfingatafla síðan gildi aftur.
Lesa meira

Bjartmar og Rannveig sigruđu í stigakeppni Vetrarhlaupanna

Síðasta vetrarhlaup vetrarins fór fram í gærmorgun og mættu 25 hlauparar til leiks. Rannveig Oddsdóttir kom fyrst í mark á 40:53 og annar í mark og fyrstur karla var Þröstur Már Pálmason. Önnur kvenna var Sigríður Einarsdóttir á 46:32 og þriðja var Ingibjörg E. Halldórsdóttir. Annar karla var Jón Friðrik Einarsson og þriðji var Einar Ingimundarson.
Að hlaupi loknu voru veitt verðlaun fyrir stigakeppni í einstaklings og liðakeppni og útdráttarverðalaun frá styrktaraðilum hlaupsins, Bjargi, Ljósgjafanum og Halldóri Ólafssyni úr og skart. Í einstaklingskeppni kvenna sigraði Rannveig Oddsdóttir með fullt hús stiga, Sigríður Einarsdóttir var önnur og Björk Sigurðardóttir þriðja. Í stigakeppni karla bar Bjartmar Örnuson sigur úr bítum með 15 stig, Þröstur Már Pálmason var annar með 14 stig og þriðji var Halldór Arinbjarnarson með 12 stig.
Þetta var í sjöunda sinn sem UFA heldur vetrarhlaup með þessum hætti og hefur þátttakan aukist ár frá ári. Í vetur tóku alls 111 einstaklingar þátt, 70 karlar og 41 kona og er það töluverð aukning frá því í fyrra.
Lesa meira

Svćđi

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA