• MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • UFA bikar 2025

Fréttir

Grunnskólamót UFA

UFA, í samstarfi við skóladeild Akureyrarbæjar, heldur grunnskólamót í frjálsum nú á vodögum. Mótin eru haldin á íþróttaleikvanginum við Hamar, fyrir nemendur 4. - 7. bekkja  og verða á eftirtöldum dögum frá kl. 9 - 12:

17. maí - 4. bekkur

18. maí - 5. bekkur

26. maí - 6. bekkur

27. maí - 7. bekkur

Keppnisgreinar eru fimm:  langstökk, 60 m hlaup, 600 m hlaup, boðhlaup og reipitog. 

Nemendur eru hvattir til að mæta á æfingarnar sem greint er frá hér neðar á síðunni en eins og þar segir er frítt að æfa í maí :0)

Lesa meira

Æfingar í maí

Nú þegar líður á vorið förum við í frjálsum að færa okkur út úr Íþróttahúsunum og á okkar glæsilega frjálsíþróttavöll.

Frá og með deginum í dag (3.maí) fara æfingar fyrir iðkenndur í 4-9 bekk fram á eftirfarandi tíma á frjálsíþróttavellinum:

Mánudagar: 16:45-17:45

Þriðjudagara:16-17

Miðvikudagar:17-18

Fimmtudagar: 16:45-17:45

Sunnudagsæfingar falla niður og því geta 12-14 ára krakkar mætt á mánudögum eða þriðjudögum (eða bara bæði). 

 

Æfingar hjá 15 ára og eldri eru í samráði við Gísla. 

Æfingar hjá Íþróttaskólanum haldast óbreyttar fram að 15. maí. 

 

Maí mánuður verður sérstakur kynningarmánuður og hvetjum við því alla til að taka vini sína með :-)

Lesa meira

Aðalfundur langhlauparadeildar UFA

Miðvikudagskvöldið 5. maí kl. 20:00 verður aðalfundur langhlauparadeildar UFA haldinn á Bjargi. Fundurinn er öllum opinn og hvetjum við alla sem áhuga hafa á hlaupum til að mæta. Arnfríður Kjartansdóttir flytur erindi sem hún nefnir Hlaup og markmið og Rannveig Oddsdóttir segir frá starfsemi langhlaupardeildarinnar og ræðir um hlutverk hennar og tengingu við hlaupahópa í bænum. Ný stjórn verður kjörin, einhverjir gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu en það er líka pláss fyrir nýtt fólk. 

Lesa meira

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA