Það verður fjallganga hjá UFA n.k. þriðjudag, 29.júní. Gengin verður Þingmannaleið, sem er gömul samgönguleið yfir Vaðlaheiði. Þessi ganga er liður í verkefni UMFÍ, ,,Fjölskyldan á fjallið". Þetta er 3-4 tíma tiltölulega auðveld og stikuð gönguleið.
Á leiðinni má m.a. sjá hlaðna steinbrú frá 1871 sem varðveist hefur ótrúlega vel.
Lagt verður af stað kl 18:00 frá tjaldstæðinu við Systragil í Fnjóskadal, gengið upp með gilinu og yfir heiðina. Gangan endar svo við Eyrarland, gegnt Akureyri. Fólk þarf að sjá um að koma sér á staðinn þ.e. í Fnjóskadal og láta sækja sig að Eyrarlandi að göngu lokinni. Reynt verður að sameinast um far í bílum.
Allir eru velkomnir í gönguna.
Nánari uppl. hjá Svanhildi í s: 864 0096
Lesa meira
Það voru samtals 134 keppendur á seinni degi vormóts UMSE sem fram fór þann 23.júní. Keppendur UFA voru hvorki fleiri né færri en 60 talsins og stóðu sig frábærlega.
Keppt var í flokkum 12 ára og yngri.
Það er gaman að yngstu þátttakendurnir eru svona margir og sýnir aukinn áhuga á frjálsum íþróttum. Hægt er að sjá úrslitin í einstökum greinum og flokkum inn á mot.fri.is
Lesa meira
Þrettán keppendur frá UFA kepptu á fyrri degi vormóts UMSE sem fram fór þann 21.júní.
Heiðrún Dís Stefánsdóttir sigraði í kúlu, kastaði 7,91m og í 100m hlaupi á 14,02 sek.
Elvar Örn Sigurðsson sigraði í langstökki, stökk 6,17m.
Börkur Sveinsson varð í 1.sæti í kúlu, kastaði 13,05m.
Haukur Geir Valsson varð í 1.sæti í spjótkasti með 46,47m.
Örn Dúi Kristjánsson hafnaði í 1.sæti í 100m hlaupi á 11,55sek einnig í hástökki með 1,74m og í 200m hlaupi á 23,88 sek.
Ásgerður Jana Ágústsdóttir stökk 1,54m í hástökkinu og varð í 1.sæti.
Að lokum sigraði Bjartmar Örnuson í 800 m hlaupi á 1.56,54mín.
Seinni dagur mótsins er svo í dag 23.júní og hefst kl 18, skráðir keppendur eru 112, það eru yngstu keppendurnir sem keppa í dag, þ.e. flokkar 12 ára og yngri en einnig verður keppt í stangarstökki og 400m hlaupi karla og kvenna.
Lesa meira