• MÍ 11-14 2021
  • UFA bikar 2025
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

Fréttir

Sumarleikar - seinni dagur

Hér koma smá fréttir af seinni degi sumarleikanna.
Agnes Eva Þórarinsdóttir 17-18 ára sigraði í 200m hlaupi á 27,93sek og í langstökki, stökk 5,08m 
Örn Dúi Kristjánsson 17-18 ára sigraði í 200m hlaupi á 24,27sek og í 110m grind á 15,81sek
Rún Árnadóttir í flokki 11-12 ára varð í 1.sæti í hástökki, stökk 1,38m og í sleggjukasti með 21,03m 
Kolbeinn Höður Gunnarsson í flokki 15-16 ára sigraði í langstökki með 5,64m og í 200m hlaupi á 23,61sek 
Heiðrún Dís Stefánsdóttir 1.sæti í 100m grind 17-18 ára á 17,11sek 
Stefán Þór Jósefsson 1.sæti í stangarstökki 17-18 ára stökk 3,0m og í 800m hlaupi á 2,15,08mín  
Ormar Agnarsson 1.sæti í sleggjukasti í karlaflokki, kastaði 32,35m 
Bjartmar Örnuson 1.sæti í 800m hlaupi karla á 1,58,83mín og í 200m hlaupi á 24,38sek
Ásgerður Jana Ágústsdóttir 13-14 ára 1.sæti í spjótkasti, kastaði 29,69m
Elvar Örn Sigurðsson 1.sæti í kúluvarpi karla með 10,51m
Boðhlaupssveitirnar urðu svo í 1.sæti bæði í karla- og kvennaflokki.
Til gamans má geta þess að tvö Íslandsmet voru sett á leikunum, en Atli Geir Sverrisson 12 ára frá ÚÍA kastaði sleggjunni 27,83m og setti með því met í sínum aldursflokki, síðan bætti Stefanía Aradóttir Íslandsmet sitt í sleggjukasti 15-16 ára, en hún kastaði 44,86m  Þá náði Þorsteinn Ingvarsson HSÞ mjög góðum árangri í langstökki en hann stökk 7,66m en í aðeins of miklum meðvindi, en stökk svo 7,60m sem var gilt stökk. 

Lesa meira

Sumarleikar HSÞ

Sumarleikar HSÞ eru haldnir nú um helgina á Laugum í frábæru veðri.
Þetta er fjölskyldu- og útileguferð hjá mörgum. Keppendur eru 32 frá UFA, en samtals eru þátttakendur á mótinu 168. Margir frá UFA hafa lent í verðlaunasætum t.d. varð Agnes Eva Þórarinsdóttir í 1.sæti í spjótkasti 17-18 ára, kastaði 31,92m hún sigraði einnig í 100m hlaupi á 13,71sek og í kringlu með 30,47m
Örn Dúi Kristjánsson í 17-18 ára flokki sigraði í 100m hlaupi á 12,24sek 400m hlaupi á 53,36sek, 300m grind á 42,20sek og í hástökki, stökk 1,85m 
Kolbeinn Höður Gunnarsson 15-16 ára sigraði í hástökki með 1,70m og í 100m hlaupi á 11,91sek
Þorsteinn Helgi Guðmundsson varð í 1.sæti í spjótkasti karla, kastaði 51,23m og í kringlu með 34,51m 
Ásgerður Jana Ágústsdóttir sigraði í langstökki 13-14 ára stökk 5,05m og í 400m hlaupi á 1,04,88mín 
Sigþór Gunnar Jónsson 11-12 ára sigraði í 60m hlaupi á 9,39sek og í 400m hlaupi á 1,10,19mín
Hrefna Ottósdóttir varð i 1.sæti í hástökki 9-10 ára stökk 1,10m 
Líney Lilja Þrastardóttir sigraði í 60m hlaupi 9-10 ára á 10,32sek 
Heiðrún Dís Stefánsdóttir varð í 1.sæti í 400m hlaupi 17-18 ára á 1,03,88mín
Bjartmar Örnuson varð í 1.sæti í 400m hlaupi karla á 51,58sek 
Elvar Örn Sigurðsson varð í 1.sæti í 100m hlaupi karla á 12,28sek og að lokum sigraði Stefán Þór Jósefsson í 1500m hlaupi 17-18 ára á 4,52,60mín
Keppni hefst svo í dag kl 13:30 og verður keppt í fjölmörgum greinum.

Lesa meira

Fjallganga 29.júní - ,,Fjölskyldan á fjallið

Það verður fjallganga hjá UFA n.k. þriðjudag, 29.júní. Gengin verður Þingmannaleið, sem er gömul samgönguleið yfir Vaðlaheiði. Þessi ganga er liður í verkefni UMFÍ, ,,Fjölskyldan á fjallið". Þetta er 3-4 tíma tiltölulega auðveld og stikuð gönguleið.
Á leiðinni má m.a. sjá hlaðna steinbrú frá 1871 sem varðveist hefur ótrúlega vel.
Lagt verður af stað kl 18:00 frá tjaldstæðinu við Systragil í Fnjóskadal, gengið upp með gilinu og yfir heiðina. Gangan endar svo við Eyrarland, gegnt Akureyri. Fólk þarf að sjá um að koma sér á staðinn þ.e. í Fnjóskadal og láta sækja sig að Eyrarlandi að göngu lokinni. Reynt verður að sameinast um far í bílum.
Allir eru velkomnir í gönguna.
Nánari uppl. hjá Svanhildi í s: 864 0096
Lesa meira

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA