Langar ţig ađ hlaupa?
UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.
UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.
Bjartmar Örnuson og Ásgerður Jana Ágústsdóttir eru þessa dagana að keppa á Gautaborgarleikunum í Gautaborg. Keppendur eru 3.200 talsins og koma frá norðurlöndunum og víðar að úr heiminum. Íslensku keppendurnir eru á annað hundrað, flestir frá ÍR. Bjartmar keppti í gær í 400 m hlaupi, og náði sínum besta tíma, hljóp á 51,01 sek. Ásgerður Jana sem keppir í flokki 15 ára hefur keppt í mörgum greinum og staðið sig vel, m.a. varð hún í 4.sæti í hástökki, stökk 1,56m. Bjartmar keppir svo í 800m hlaupi í kvöld.
Dagana 12-16. júlí nk. verður Frjálsíþróttaskóli UMFÍ haldinn á Akureyri en UFA og UMSE sjá um skólann. Frjálsíþróttaskóli UMFÍ er ætlaður ungmennum á aldrinum 11–18 ára. Ungmennin koma saman á hádegi á mánudegi en skólanum lýkur á hádegi á föstudegi í sömu viku. Aðaláhersla er lögð á kennslu í frjálsum íþróttum. Auk frjálsra íþrótta er farið í sund, leiki, óvissuferðir og haldnar verða kvöldvökur. Ungmennin borga 15.000 þúsund krónur í þátttökugjald en innifalið í verðinu er kennsla, fæði og gisting alla dagana.
Skráning í skólann fer fram á heimasíðu UMFÍ: http://umfi.is/umfi09/veftre/skraning_i_frjalsithrottaskolann/
Heimasíða skólans á Akureyri er: http://sites.google.com/a/umse.is/frjalsithrottaskoli/ (síðan er enn í vinnslu)