• MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar ţig ađ hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • UFA bikar 2025

Fréttir

Meistaramót Íslands

Meistaramót Íslands það 84. í röðinni verður haldið í Reykjavík nú um helgina. Þetta er aðalhluti MÍ og er því eingöngu keppt í karla- og kvennaflokki.
Lang flest af besta frjálsíþróttafólki landsins keppir á mótinu.
Skráðir keppendur eru 183 frá 13 félögum og samböndum. Keppt er um Íslandsmeistaratitla í 37 einstaklingsgreinum og einnig er keppt um titilinn Íslandsmeistari félagsliða í karla- og kvennaflokki og í samanlagðri stigakeppni.
Það verður spennandi að fylgjast með gengi okkar fólks en 12 manna hópur keppenda ásamt þjálfurunum Unnari og Gísla lagði af stað til Reykjavíkur kl 17 í dag.
Hægt er að fylgjast með úrslitum á mot.fri.is 

Lesa meira

Móti frestađ til 13. júlí

Vegna slæmrar veðurspár hefur verið ákveðið að fresta mótinu sem halda átti á morgun miðvikudag til þriðjudagsins 13. júlí.
Lesa meira

Miđvikudagsmót 7. júlí

Mótið sem áður var auglýst þriðjudaginn 6. júlí verður haldið miðvikudaginn 7. júlí. Keppni hefst kl. 17:00 og verður keppt í eftirfarandi greinum:

11-12 ára, bæði kyn:
60 m hlaup - 600 m hlaup - langstökk - hástökk - spjótkast - boðhlaup

13-14 ára bæði kyn:
60 m hlaup - 400 m hlaup - 80 m grindahlaup - langstökk - hástökk - spjótkast - 4x100 m boðhlaup

15 ára og eldri bæði kyn:
60 m hlaup - 100 m grindahlaup/110 m grindahlaup - langstökk - kúluvarp - kringlukast - stangarstökk - 4x100 m boðhlaup.

Skráningar hjá þjálfurum í dag og á morgun.

Lesa meira

Svćđi

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA