• UFA bikar 2025
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 11-14 2021

Fréttir

Unglingalandsmótið í Borgarnesi

Nú í kvöld lýkur 13. Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið var um helgina í Borgarnesi. Nærri 600 keppendur tóku þátt í frjálsíþróttakeppninni og munu mótsgestir í heildina hafa verið um 12000. Keppendur frá UFA voru 19, þetta var fjölskylduferð og skemmtu allir sér vel í þessu frábæra veðri sem var í Borgarnesi um helgina.
Næsta unglingalandsmót verður svo haldið á Egilsstöðum að ári liðnu og við setningu mótsins var tilkynnt að unglingalandsmót árið 2012 verður haldið á Selfossi.
Helsti árangur UFA fólks var eftirfarandi:
Kolbeinn Höður Gunnarsson: 1.sæti í 100 m hlaupi 15-16 ára á 11,68sek.
og 2.sæti í hástökki, stökk 1,74m
Agnes Eva Þórarinsdóttir í flokki 17-18 ára: 1.sæti í langstökki, stökk 5,34m
1. sæti í kringlukasti með 26,60m og 2.sæti í 100m hlaupi á 13,41sek.
Heiðrún Dís Stefánsdóttir í flokki 17-18 ára: 1.sæti í 800m hlaupi á 2.32,67 mín og 2.sæti í langstökki stökk 4,55m
Ásgerður Jana Ágústsdóttir 14 ára: 1.sæti í hástökki, stökk 1,59m og 3.sæti í spjótkasti, kastaði 32,25m
UFA stelpur 17-18 ára urðu í 1.sæti í 4x100m boðhlaupi á 55,27sek.
Sigþór Gunnar Jónsson 12 ára varð í 3.sæti í hástökki, stökk 1,36m
Magnús Aríus Ottósson 13 ára varð í 3.sæti í spjótkasti með 37,32m.

Lesa meira

Af heimasíðu ULM

Mótsgjaldið er 6000 kr. og heppilegast er að greiða inn á reikning mótsins áður en mótið hefst.

Greiðendur eru beðnir um að láta kennitölu keppanda koma fram og sýna geriðslukvittun þegar mótsgögn eru sótt.

Reikningsnúmerið er:0186-26-6908 og kennitala: 670269-0869

Lesa meira

Akureyrarmót

UFA hélt sitt árlega Akureyrarmót síðastliðna helgi.  Nú var mótið með nýju sniði þannig að öllum var heimil þátttaka og komu keppendur víðsvegar að af landinu.

Mótið hófst í blíðskaparveðri kl. 10 á laugardagsmorguninn með því að yngstu keppendurnir kepptu í Krakkafrjálsum.  Það er liðakeppni í þrautabraut byggð upp á frjálsíþróttum.  Þetta var mjög skemmtileg keppni þar sem gleðin og spennan var allsráðandi. Eldri keppendur hófu keppni um hádegi og bar þar helst til tíðinda að 40 ára gamalt Akureyrarmet féll þegar Bjarki Garðarsson UFA kastaði sleggjunni 40,86 metra.  Hilmar Örn Jórunnarson UFA setti Íslandsmet í 12 ára flokki í sömu grein þegar hann kastaði 35,22 m og Freydís Anna Jónsdóttir setti Akureyrarmet í sleggju með kasti uppá 37,32 m.  Um önnur úrslit mótsins má lesa á mótaforrit FRÍ - fri.is. 

Um stigakeppni var að ræða milli félaganna og var oft mjótt á munum.  Fjölmennustu liðin á mótinu börðust um bikarana sem í boði voru í hverjum aldursflokki fyrir sig og í heildarstigakeppninni.  Þó má geta þess að jafnræðis var gætt við stigaútreikning þannig að einungis tveir keppendur frá hverju liði gátu gefið stig.  Úrsliitin voru eftirfarandi:

11 - 12 ára: 1. sæti UFA með 250,5 stig, 2. sæti UMSS með 244 stig, 3. sæti UMSE með 156,6 stig, 4.sæti UÍA með 91 stig og í 5. sti Umf. Narfi með 8 stig.

13 - 14 ára: 1. sæti UMSE með 266,5 stig, 2. sæti UFA með 243,5 stig, 3. sæti UMSS með 237 stig, 4 sæti, UÍA með 90 stig, 5. sæti Breiðablik með 56 stig og í 6. sæti Umf. Selfoss með 18 stig.

Konur og karlar:  1. sæti UFA með 384 stig, 2. sæti UMSS með 364 stig, 3. sæti Umf. Selfoss með 148 stig, 4. sæti UMSE með 117 stig, 5. sæti USAH með 39 stig, 6. sæti Umf. Glói með 24 stig, 7. sæti Eik með 18 stig, 8. sæti ÍR með 8 stig.

Heildarstigakeppnin fór á eftirfarandi hátt:  1. sæti UFA með 873,5 stig, 2. sæti UMSS með 864 stig, 3. sæti UMSE með 534,5 stig, 4. sæti UÍA með 172 stig, 5. sæti Umf. Selfoss með 166 stig, 6. sæti Breiðablik með 56 stig, 7. sæti USAH með 39 stig, 8. sæti Umf. Glói með 24 stig, 9. sæti Eik með 18 stig, 10. sæti Umf. Narfi með 12 stig og í 11. sæti ÍR með 9. stig.

Ein sýningargrein var á mótinu sem lukkaðist í alla staði mjög vel og er klárlega komin til að vera á einhverjum viðburðum UFA á komandi árum.  En þetta var svokallað SNJÓKASTMÓT.  Allir sem vildu komu og köstuðu snjóboltum eins langt og þeir gátu og fengu kastið mælt.  Metið er nú rúmlega 40 metrar!!! Nú er að fara að æfa sig en nægur snjór er víst upp í Strýtu :o)

UFA vill þakka öllum þeim sem tóku þátt í þessu móti á einn eða annan hátt kærlega fyrir og vonast til að sjá sem flesta á næstu viðburðum félagsins.

 

 

Lesa meira

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA