Miðvikudaginn 22. september kl. 18:00 heldur UFA 10 km götuhlaup. Hlaupin verður sama leið og í Akureyrarhlaupi UFA. Rás og endamark við líkamsræktarstöðina Átak og þar verður hægt að nýta sér búningsaðstöðu og sturtur og heita potta að hlaupi loknu. Skráning á staðnum frá kl. 17:30 þátttökugjald kr. 500.
Langar þig að hlaupa?
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.