• UFA bikar 2025
  • MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

Að loknu Norðurlandamóti

Þá er NM undir 20 ára lokið. Við getum verið hreykin af þessu fyrsta alþjóðlega stórmóti sem við höldum hér á Akureyri. Mótið þótti takast vel í alla staði. Keppendur voru rúmlega 200 frá öllum norðurlöndunum nema Færeyjum.
Norrænu gestirnir voru mjög sáttir við framkvæmd mótsins og allar móttökur hér á Akureyri. Norðmenn sigruðu í heildarstigakeppninni, Finnar sigruðu í kvennagreinum en Svíar í karlagreinum. Keppendur íslenska liðsins voru flestir 2-3 árum yngri en keppendur hinna norðurlandanna þ.a. það var við nokkurt ofurefli að etja og enduðum við í neðsta sæti í heildarstigakeppninni, en í næstneðsta sæti í kvennaflokki.
Keppendurnir okkar þau Agnes Eva, Börkur, Kolbeinn Höður og Örn Dúi stóðu sig vel og voru félaginu til sóma. Börkur bætti sinn árangur í kúluvarpinu, Kolbeinn Höður var að bæta sig í 100 og 200m og Örn Dúi bætti tímann sinn í 110m grindahlaupi.
Stjórn UFA þakkar öllum þeim sem komu að framkvæmd og undirbúningi mótsins á einn eða annan hátt; mótstjórn, vallarstarfsmönnum og UFA og UMSE félögum fyrir þeirra miklu vinnu. Félagið þakkar einnig stærstu stuðningsaðilum mótsins, Samherja og Íslandsbanka, sem ásamt stuðningi Akureyrarbæjar gerðu þetta framkvæmanlegt.


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA