• hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 11-14 2021
  • UFA bikar 2025

Fréttir

Úrslit í hausthlaupi UFA

Hausthlaup UFA fór fram við kjöraðstæður í kvöld, 28 hlauparar mættu til leiks og náðu margir góðum tímum, enda brautin flöt og hröð og aðstæður allar hinar bestu. Bjartmar Örnuson sigraði í karlaflokki hljóp á 35:09 og Rannveig Oddsdóttir sigraði kvennaflokkinn á 37:51. Annar karla var Stefán Viðar Sigtryggsson á 37:56 og þriðji var Snævar Már Gestsson á 39:27. Önnur kvenna var Helga Árnadóttir á 44:19 og þriðja var Ingibjörg Halldórsdóttir á 47:04. Hér má sjá tíma allra sem hlupu.
Lesa meira

Hausthlaup UFA

Við minnum á hausthlaup UFA sem fram fer miðvikudaginn 22. september kl. 18:00, 10 km hlaup með tímatöku. Rás og endamark er við líkamsræktarstöðina Átak. Skráning á staðnum frá kl. 17:30, þátttökugjald kr. 500.
Lesa meira

Upphaf haustæfinga

Frjálsíþróttaæfingar hefjast næsta mánudag 20. september samkvæmt æfingatöflu UFA.

 

Þjálfarar verða:

Íþróttaskólinn(1-3 bekkur): Unnar Vilhjálmsson auk þjálfara frá blakdeild KA

4-5 Bekkur: Örn Dúi Kristjánsson, Agnes Eva Þórarinsdóttir og Heiðrún Dís Stefánsdóttir
6-9 Bekkur: María Aldís Sverrisdóttir og Unnar Vilhjálmsson
Meistaraflokkur (10bekkur og eldri): Gísli Sigurðsson og Unnar Vilhjálmsson

Æfingar eru ókeypis út september - Hittumst hress! :-) 

Lesa meira

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA