Hausthlaup UFA fór fram við kjöraðstæður í kvöld, 28 hlauparar mættu til leiks og náðu margir góðum tímum, enda brautin flöt og hröð og aðstæður allar hinar bestu. Bjartmar Örnuson sigraði í karlaflokki hljóp á 35:09 og Rannveig Oddsdóttir sigraði kvennaflokkinn á 37:51. Annar karla var Stefán Viðar Sigtryggsson á 37:56 og þriðji var Snævar Már Gestsson á 39:27. Önnur kvenna var Helga Árnadóttir á 44:19 og þriðja var Ingibjörg Halldórsdóttir á 47:04.
Hér má sjá tíma allra sem hlupu.