• hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • UFA bikar 2025
  • MÍ 11-14 2021

Fréttir

Nóvembermót UFA

Þann 13. nóvember n.k. heldur UFA sitt árlega nóvembermót í Boganum.  Nánari upplýsingar má sjá innan skamms á mot.fri.is

Lesa meira

Góð þátttaka í fyrsta vetrarhlaupinu

Fyrsta hlaupið í vetrarhlaupasyrpu UFA í vetur fór fram í morgun. Þátttaka var góð þrátt fyrir heldur napurt veður og luku 40 hlauparar hlaupinu. Fyrstur í mark var Stefán Viðar Sigtryggsson og hljóp hann hringinn á 39:09, annar var Snævar Már Gestsson á 39:41 og þriðji var Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson á 40:00. Fyrst kvenna var Rannveig Oddsdóttir á 41:07, önnur var Sigríður Einarsdóttir á 45:33 og þriðja var Heiðrún Dís Stefánsdóttir á 49:36. Sjö sveitir voru skráðar til leiks og var jöfn og spennandi keppni á milli þeirra og var aðeins nokkurra sekúndna munur á fyrstu þremur sveitunum. Hér má sjá tíma allra sem hlupu.
Lesa meira

Fyrsta vetrarhlaupið á laugardaginn

Vetrarhlaupasyrpa UFA hefst á laugardaginn. Hlaupið verður frá Bjargi, 10 km. hringur, sá sami og undanfarin ár. Skráning á staðnum frá kl. 10:30 og hlaupið hefst kl. 11:00, þátttökugjald kr. 500. Nánari upplýsingar hér.
Lesa meira

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA