• MÍ 11-14 2021
  • UFA bikar 2025
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

Fréttir

Styrkur frá Samherja

UFA hlaut veglegan styrk frá Samherja til barna- og unglingastarfs. Félagið fékk eina milljón króna og verður styrkurinn nýttur til að greiða niður æfingagjöld fyrir iðkendur 16 ára og yngri. Félagið þakkar Samherja þessa höfðinglegu gjöf sem er sannkölluð vítamínsprauta inn í starfið og auðveldar félaginu að gera öllum börnum kleift að stunda íþróttina.
Lesa meira

Skilaboð fyrir 11-14 ára hópinn

Gleðilegt árið!!!

Næsta æfing er á miðvikudaginn í höllinni klukkan 5.

Næsta sunnudag fer fram nýársmót UMSE á Dalvík og stefnum við á að fjölmenna þangað, sjá nánar mot.fri.is

Föstudaginn 14. janúar ætlum við að bregða okkur í æfingar og hópeflisferð til Hríseyjar og komum heim aftur á laugardeginum.

Helgina 21-23 janúar ætlum við að fara suður og keppa á Stórmóti ÍR, nánar um það síðar.

Helgina 25-27 febrúar ætlum við að fara suður og keppa á MÍ 11-14 ára, nánar um það síðar.

Laugardaginn 12.mars verður svo Bogamót UFA.

Hittumst hress!

Maja og Unnar

Lesa meira

Bjartmar og Rannveig fyrst í Gamlárshlaupi

Hlauparar létu fljúgandi hálku ekki aftra sér frá því að taka þátt í Gamlárshlaupi UFA sem fram fór í morgun. Þátttakendur voru tæplega 80 -og komust allir óbrotnir í mark. Bjartmar Örnuson var fyrstur karla í 10 km hlaupi hljóp á 36:46, annar var Snævar Már Gestsson á 40:01 og þriðji var Andri Steindórsson á 40:53. Fyrst kvenna var Rannveig Oddsdóttir á 43:18, önnur var Heirún Dís Stefánsdóttir á 46:30 og þriðja var Sif Jónsdóttir á 46:31.

Í 4 km hlaupinu var Jesper Stenbo Knutsen fyrstur á 20:34 og Arna sól Sævarsdóttir sem er aðeins 10 ára gömul varð önnur í mark -og fyrst kvenna á 21:16

Nánri úrslit má sjá hér.

 

Lesa meira

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA