Langar þig að hlaupa?
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.
Gleðilegt árið!!!
Næsta æfing er á miðvikudaginn í höllinni klukkan 5.
Næsta sunnudag fer fram nýársmót UMSE á Dalvík og stefnum við á að fjölmenna þangað, sjá nánar mot.fri.is
Föstudaginn 14. janúar ætlum við að bregða okkur í æfingar og hópeflisferð til Hríseyjar og komum heim aftur á laugardeginum.
Helgina 21-23 janúar ætlum við að fara suður og keppa á Stórmóti ÍR, nánar um það síðar.
Helgina 25-27 febrúar ætlum við að fara suður og keppa á MÍ 11-14 ára, nánar um það síðar.
Laugardaginn 12.mars verður svo Bogamót UFA.
Hittumst hress!
Maja og Unnar
Hlauparar létu fljúgandi hálku ekki aftra sér frá því að taka þátt í Gamlárshlaupi UFA sem fram fór í morgun. Þátttakendur voru tæplega 80 -og komust allir óbrotnir í mark. Bjartmar Örnuson var fyrstur karla í 10 km hlaupi hljóp á 36:46, annar var Snævar Már Gestsson á 40:01 og þriðji var Andri Steindórsson á 40:53. Fyrst kvenna var Rannveig Oddsdóttir á 43:18, önnur var Heirún Dís Stefánsdóttir á 46:30 og þriðja var Sif Jónsdóttir á 46:31.
Í 4 km hlaupinu var Jesper Stenbo Knutsen fyrstur á 20:34 og Arna sól Sævarsdóttir sem er aðeins 10 ára gömul varð önnur í mark -og fyrst kvenna á 21:16