• hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • UFA bikar 2025
  • MÍ 11-14 2021

Fréttir

Nýársfagnaður UFA

Nýársfagnaður UFA er enn á dagskrá í dag klukkan 17:30 í kaffiteríu Íþróttahallarinnar
Lesa meira

Námskeið á vegum UMFÍ

UMFÍ stendur fyrir námskeiðum á næstu mánuðum sem bera yfirskriftina "Verndum þau".

Flest börn búa við öruggt og friðsælt umhverfi heima, í skóla, og leik- og frístundastarfi. Því miður á þetta ekki við um öll börn; sum eiga undir högg að sækja, eru beitt ofbeldi - líkamlegu, kynferðislegu eða andlegu - eða eru vanrækt á einhvern hátt.

Það er mikilvægt fyrir alla þá sem starfa með börnum og unglingum að vera meðvitaðir um skyldur sínar og ábyrgð, geta lesið í vísbendingar um að vanræksla eða ofbeldi eigi sér stað gegn börnum heima fyrir, í skóla eða annars staðar og viti hvernig bregðast á við ef slík mál skjóta upp kollinum. Námskeiðið byggir á efni bókarinnar "Verndum þau" og er ætlað þeim sem koma að uppeldi barna og ungmenna.

Námskeiðið verður haldið á Akureyri 22. febrúar kl.19:30-21:30.
Námskeiðið er frítt og öllum opið.
Skráning í síma 568 2929 eða á netfangið alda@umfi.is

 
Lesa meira

Nýársfagnaður á föstudag

Næstkomandi föstudag 7. janúar, heldur UFA nýársfagnað þar sem veittar verða viðurkenningar fyrir afrek síðasta árs og boðið upp á léttar veitingar. Fagnaðurinn verður haldinn í kaffiteríu íþróttahallarinnar og hefst kl. 17:30. Veittar verða viðurkenningar til allar þeirra sem unnu íslandsmeistaratitla á liðnu ári, verðlaun fyrir ástundun og árangur og tilkynnt um val á íþróttamanni UFA 2010. Við vonum að sem flestir iðkendur, foreldrar og aðrir velunnarar félagsins sjái sér fært að mæta og gleðjast með okkur yfir góðum árangri okkar íþróttamanna.
Lesa meira

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA