• UFA bikar 2025
  • hlaup

    Langar ţig ađ hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 11-14 2021

Fréttir

UFA félagar stóđu sig vel á RIG

Keppendur UFA stóðu sig vel á Reykjavík International Games í gær. Bjarki Gíslason sigraði í stangarstökki stökk 4,52 og Elvar Örn Sigurðsson varð í öðru sæti, stökk 4,42. Bjartmar Örnuson sigraði í 800 m hlaupi eftir glæsilegan endasprett á tímanum 1:54,57 og Heiðrún Dís Stefánsdóttir náði þriðja sæti í 400 m hlaupi hljóp á 59,87.

 

 

Lesa meira

Reykjavík International Games

Reykjavík International Games, RIG fara fram nú um helgina, í fjórða sinn.
Þetta er alþjóðlegt mót þar sem keppt er í 12 íþróttagreinum og er heildarfjöldi keppenda um 2000 Erlendir keppendur eru á fjórða hundrað og koma þeir frá 17 löndum, þar á meðal eru nokkrir verðlaunahafar frá Ólympíuleikum, Evrópu- og heimsmeistaramótum.
Flest besta frjálsíþróttafólk landsins er mætt til keppni í dag, en keppendur í frjálsum eru rúmlega sjötíu, þar á meðal eru fjórir Norðmenn.
Keppendur UFA eru fimm og verður gaman að fylgjast með gengi þeirra, en bein útsending verður frá mótinu á RUV og hefst hún kl 13

Lesa meira

Stórmót ÍR

Um aðra helgi, 21-23 janúar ætlum við að fara til Reykjavíkur og taka þátt í Stórmóti ÍR. Við munum fara með rútu og gista í félagsmiðstöð. Hægt er að skrá sig á mótið fram á þriðjudagskvöldið 19.janúar en gott væri að fá að vita það sem fyrst hverjir ætli sér að fara með. Þessi ferð hefur kostað um 10.000 krónur og verður það eitthvað svipað núna. 

Nánari upplýsingar um mótið er að finna á: http://ir.is/Deildir/Frjalsar/FrjalsithrottavidburdirIR/StormotIR/

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt mega senda tölvupóst á mas@akmennt.is og láta mig vita af því.

Athugið þessi ferð er fyrir alla þá sem eru fædd árið 2000 eða fyrr

 

Lesa meira

Svćđi

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA