Meistaramót Íslands, aðalhluti þ.e. keppt er í karla- og kvennaflokki, fer fram í Laugardalshöllinni um helgina. Skráðir keppendur eru 175 frá 15 félögum og samböndum. Keppendur UFA eru 16 talsins. Keppt er um Íslandsmeistaratitla í hverri grein og einnig í samanlögðum stigum liða í karla- og kvennaflokki og heildarstigafjölda liðs. Búast má með mjög spennandi keppni í mörgum greinum því nánast allt besta frjálsíþróttafólk landsins mun mæta til leiks.
Keppni hefst kl 12 á morgun með stangarstökki karla og munu úrslit birtast á mot.fri.is
Langar þig að hlaupa?
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.