• hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 11-14 2021
  • UFA bikar 2025

Fréttir

Æfingamót UFA

Æfingamót UFA 10-14 ára í frjálsum íþróttum verður haldið sunnudaginn 13. febrúar kl. 13-16 í Íþróttahöllinni við Skólastíg.
Keppnisgreinar eru: 50 m, 50 m grind, hástökk, kúla, langstökk og boðhlaup.
Góð æfing fyrir Meistaramót Íslands 11-14 ára 26.-27. febrúar.
Skráning á staðnum.
Allir velkomnir. Engin keppnisgjöld.
Lesa meira

Vetraríþróttahátíðin Éljagangur - snjóhlaup

Vetrarhátíðin Éljagangur verður sett í Hlíðarfjalli kl. 19:00 á fimmtudaginn með snjóhindrunarhlaupi í boði UFA. Þetta er skemmtihlaup þar sem hlaupið er yfir snjóskafla og og aðrar vetrarhindranir og vonum við að sem flestir mæti og skemmti sér með okkur. Bæjarstjórnin hefur fengið sérstakt boð um að mæta og sýna hvað í henni býr og verður fróðlegt að sjá hvernig forsvarsmenn vetraríþróttabæjarins standa sig í vetraríþróttunum. Eftir hlauiið verður svo vasaljósaganga skíðafélagsins, þar sem öll ljós í fjallinu verða slökkt og eina lýsingin verður kertaljós sem raðað hefur verið við göngubrautina og höfuðljós þátttakenda. Eftir það verður svo boðið upp á kakó og vöfflur. Sannkölluð vetraríþróttastemning í fjallinu sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Nánari upplýsingar um vetraríþróttahátíðina Éljagang má sjá á heimasíðu hennar www.eljagangur.is
Lesa meira

MÍ seinni dagur, 2 Íslandsmeistaratitlar

Bjartmar Örnuson varð Íslandsmeistari í 800m hlaupi á 1:59,70mín og strákarnir í UFA sveitinni í 4x400m boðhlaupi urðu  Íslandsmeistarar á 3:24,41mín Í sveitinni voru Bjarki, Bjartmar, Kolbeinn Höður og Örn Dúi.
Stelpurnar, þær Agnes Eva, Heiðrún Dís, Ásgerður Jana og Rakel Ósk urðu í 2. sæti í 4x400m boðhlaupi á 4:07,35mín
Agnes Eva Þórarinsdóttir varð í 3. sæti í 60m grindahlaupi á 9,57sek og þrístökki stökk 10,58m. Rakel Ósk Björnsdóttir varð í 3. sæti í stangarstökki með 2,85m
Örn Dúi Kristjánsson varð í 3. sæti í 60m grindahlaupi á 8,79sek
Í heildarstigakeppninni varð UFA í 4. sæti, ÍR sigraði, hafði mikla yfirburði, en þau 3 félög sem næst komu þ.e. HSK/Selfoss, FH og UFA voru mjög jöfn. UFA varð í 3.sæti í stigakeppni kvenna og í 4. sæti hjá körlum.
Til hamingju keppendur og þjálfarar!

Lesa meira

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA