• UFA bikar 2025
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 11-14 2021

Fréttir

MÍ- Kolbeinn Höður Íslandsmeistari í 400m hlaupi

Kolbeinn Höður Gunnarsson varð Íslandsmeistari í 400m hlaupi karla á 50,47sek Þetta er frábær árangur hjá Kolbeini þar sem hann verður aðeins 16 ára á árinu.
Bjartmar Örnuson varð svo í 3. sæti í 400m hlaupinu á 50,85sek þannig að þetta hefur verið hörð keppni.
Elvar Örn Sigurðsson varð í 2. sæti í stangarstökki, stökk 4,25m
Rakel Ósk Björnsdóttir hafnaði í 3. sæti í 400m hlaupi á 59,88sek og Heiðrún Dís Stefánsdóttir í 4. sæti á 60,07sek
Eftir fyrri dag er UFA í 3. sæti í heildarstigakeppninni með 6.115 stig, ofar eru ÍR í 1. sæti með 15.100 stig og FH með 7.097 stig í 2. sæti. Í kvennaflokki er UFA í 2. sæti, næst á eftir ÍR en í karlaflokki í 4. sæti.
Áfram svo UFA á morgun!
Lesa meira

MÍ, aðalhluti

Meistaramót Íslands, aðalhluti þ.e. keppt er í karla- og kvennaflokki, fer fram í Laugardalshöllinni um helgina. Skráðir keppendur eru 175 frá 15 félögum og samböndum. Keppendur UFA eru 16 talsins. Keppt er um Íslandsmeistaratitla í hverri grein og einnig í samanlögðum stigum liða í karla- og kvennaflokki og heildarstigafjölda liðs. Búast má með mjög spennandi keppni í mörgum greinum því nánast allt besta frjálsíþróttafólk landsins mun mæta til leiks.
Keppni hefst kl 12 á morgun með stangarstökki karla og munu úrslit birtast á mot.fri.is 

Lesa meira

MÍ 15-22 ára, seinni dagur - met hjá Bjarka

UFA hafnaði í 3.sæti í heildarstigakeppninni með 153,5stig, ofar voru ÍR sem sigraði og HSK/Selfoss. Það munaði ekki nema 1/2 stigi á ÍR og UFA hjá stelpunum í flokki 18-19 ára, ÍR fékk 38,5 stig en UFA 38 stig.
Bjarki Gíslason bætti vikugamalt Íslandsmet sitt í stangarstökki í flokki 20-22 ára um sentimeter, stökk 4,83m
Elvar Örn Sigurðsson varð svo í 3.sæti í stönginni, stökk 4,30m
Kolbeinn Höður Gunnarsson sigraði í 200m hlaupi 16-17 ára á 23,11sek og í 60m grindahlaupi á 8,81sek.
Rakel Ósk Björnsdóttir í flokki 20-22 ára varð í 1.sæti í 4oom hlaupi á 1:00,06mín og einnig í stangarstökki með 2,90m
Heiðrún Dís Stefánsdóttir í flokki 18-19 ára varð í 1.sæti í 1500m hlaupi á 5:22,0mín og önnur í 400m hlaupi á 1:00,29mín en þar keppti hún í flokki 20-22 ára
Einar Aron Fjalarsson hafnaði í 2. sæti í þrístökki 15 ára, en hann stökk 10,71m
Örn Dúi Kristjánsson varð annar í 60m grindahlaupi 18-19 ára á 8,81sek og í 3.sæti í 200m hlaupi á 23,76sek
Agnes Eva Þórarinsdóttir varð í 2. sæti í þrístökki 18-19 ára, stökk 10,68m í 3. sæti í 200m hlaupi á 27,08sek og í 3. sæti í 60m grindahlaupi á 9,65sek
Ásgerður Jana Ágústsdóttir varð í 3. sæti í 200m hlaupi 15 ára á 28,0sek
Sveit UFA í 4x400m boðhlaupi 20-22 ára varð í 2. sæti á 3:34,43mín í sveitinni voru Eiríkur Árni, Örn Dúi, Kolbeinn Höður og Elvar Örn og voru því allir, nema Elvar Örn, að keppa upp fyrir sig.
Að loknu móti voru níu Íslandsmeistaratitlar og fjöldi annarra verðlauna og persónulegra bætinga í höfn.

Lesa meira

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA