• UFA bikar 2025
  • MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

Góður Árangur hjá krökkunum á MÍ 11-14 ára

 

Krakkarnir stóðu sig mjög vel á Meistaramóti Íslands 11-14 ára sem fram fór um helgina. Sum voru að keppa í fyrsta skiptið á MÍ og flest allir voru að bæta sig í hinum ýmsu greinum.

Hilmar Örn Jórunnarson varð Íslandsmeistari í kúluvarpi pilta 13 ára með kast upp á 10,75m. Bríet Ósk Ólafsdóttir varð í 2.sæti í 60m á tímanum 8,39sek og í þriðja sæti í langstökki með stökk upp á 4,65m í flokki stúlkna 13 ára. Sesselja Dís Heiðarsdóttir varð í 2.sæti í kúluvarpi stúlkna 12 ára með kast upp á 9,18m. Sunna Rós Guðbergsdóttir varð Íslandsmeistari í langstökki með stökk upp á 4,77 og í 3. sæti í 60m á tímanum 8,48 í flokki stúlkna 14 ára. Þá varð stúlknasveit UFA í flokki 13 ára íslandsmeistari í 4*200m boðhlaupi á tímanum 1:57,97 en sveitina skipuðu þær Rún Árnadóttir, Berglind Björk Guðmundsdóttir, Melkorka Ýrr Gunnarsdóttir og Bríet Ósk Ólafsdóttir.

Til hamingju krakkar með árangurinn - þið voruð félaginu til sóma bæði innan vallar sem utan. 

 


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA