• MÍ 11-14 2021
  • UFA bikar 2025
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

Fréttir

Okkar fólk að standa sig FRÁBÆRLEGA!

Bjarki Gíslason setti í dag enn eitt aldursflokkametið í stangarstökki í flokki 19-22 ára þegar hann stökk 4.90m á MÍ í fjölþrautum en stangarstökk karla var ein af aukagreinum mótsins. Er þetta bæting hjá Bjarka um 7cm og í þriðja sinn á þessu ári sem hann bætir Íslandsmetið í þessum flokki. TIL HAMINGJU BJARKI!

Bjartmar Örnuson bætti árangur sinn í 800m hlaupi innanhúss þegar hann hljóp á tímanum 1:52,91 á móti í Gautaborg í dag, Road to Göteborg 2013, en þetta er jöfnun á besta tíma hans utanhúss og 4. besti tími Íslendings í 800m hlaupi innanhúss. TIL HAMINGJU BJARTMAR!

Stefán Þór Jósefsson er í öðru sæti eftir fyrri daginn í sjöþraut pilta 18-19 ára- Gangi þér vel á morgun Stebbi!
Steán Þór er eini keppandi UFA á MÍ í fjölþrautum, en keppt er í sjöþraut í karlaflokkum og í fimmtarþraut í kvennaflokkum.

 

Lesa meira

Aðalfundur UFA 16. febrúar 2011

Eins og fram hefur komið verður aðalfundur UFA haldinn í kaffiteríu Íþróttahallarinnar næstkomandi miðvikudagskvöld kl. 20:00. Meðal þess sem gengið verður frá á fundinum eru reglur um Afrekssjóð UFA, drög að reglum sjóðsins má lesa hér og hvetjum við fundargesti til að kynna sér þær fyrir fundinn.
Við hvetjum alla iðkendur, foreldra og aðra velunnara félagsins að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum um starf félagsins. Einnig minnum við á þá gömlu góðu hefð að fundarmenn taka með sér kökur eða brauð á sameiginlegt kaffihlaðborð. Kaffi og drykkir verða í boði UFA.
Lesa meira

Aðalfundur UFA

Aðalfundur Ungmennafélags Akureyrar

2011.

 

Dagskrá.

Dagskrá.

Setning fundar og starfsmenn fundar kynntir

1.      Skýrsla stjórnar.

2.       Reikningar stjórnar.

3.      Kosning í stjórn og endurskoðenda.

4.      Önnur mál.

 

Fundurinn verður í teríu Íþróttahallarinnar Skólastíg 2 miðvikudaginn 16. Febrúar kl. 20.00.

 

Stjórn UFA

Lesa meira

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA