• hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 11-14 2021
  • UFA bikar 2025

Fréttir

Nýtt met hjá Bjarka

Bjarki Gíslason setti nýtt unglingamet í stangarstökki í kvöld, þegar hann stökk 4,90m á innanfélagsmóti hjá ÍR. Eldra metið, sem var 4,80m átti Bjarki ásamt Einari Daða Lárussyni, en yfir þá hæð stökk Bjarki í Evrópubikarkeppninni fyrr í mánuðinum.
Lesa meira

Fjölskylduafsláttur í Akureyrarhlaupi

Við viljum endilega sjá sem flesta taka þátt í Akureyrarhlaupi Íslenskra verðbréfa á fimmtudaginn og hvetjum við unga sem aldna til að skrá sig til leiks. Til að koma á móts við fjölskyldur í formi veitum við sérstakan fjölskylduafslátt af skráningargjöldum. Greitt er fullt verð fyrir fullorðna, 1000 kr. fyrir fyrsta barn en frítt fyrir önnur börn. Tilboðið miðast við foreldra og börn þeirra undir 18 ára aldri og þarf að skrá sig í Átaki miðvikudaginn 29. júní til að fá afsláttinn. Athugið að við erum ekki með posa svo það þarf að greiða í reiðufé. 
Lesa meira

Frábær árangur á MÍ 11-14 ára

10 keppendur frá UFA kepptu á Meistaramóti Íslands 11-14 ára í Vík í Mýrdal um síðustu helgi. Stóðu krakkarnir sig virkilega vel þrátt fyrir slæmt veður seinni daginn.

UFA eignaðist 2 Íslandsmeistara auk þess sem þrír einstaklingar unnu silfur í sínum greinum, boðhlaupssveit 13 ára stúlkna vann silfur og 4 brons.
Lesa meira

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA