• MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar ţig ađ hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • UFA bikar 2025

Fréttir

Heimsleikar unglinga í Gautaborg

Nú í morgun lagði fríður hópur frá UFA af stað til Gautaborgar til keppni og þátttöku í Heimsleikum unglinga sem haldnir eru á Ullevi leikvanginum í Gautaborg á hverju ári.
Í allmörg ár hefur verið stefnt að ferð á mótið annað hvert ár, en síðast var farið fyrir tveimur árum, þessar ferðir hafa alltaf verið vel heppnaðar og lærdómsríkar.
Hópurinn í ár samanstendur af 28 manns, þar af eru fjórtán úr 11-14 ára flokki, fjórir úr meistaraflokki, átta foreldrar og þjálfararnir Unnar og María Aldís.
Keppnin sjálf fer fram á föstudag, laugardag og sunnudag. Vonandi gengur nú öllum vel og færum við ykkur fréttir af þeim um helgina.
Heimasíða mótsins er vuspelen.se
Lesa meira

Kolbeinn á HM

Kolbeinn Höður Gunnarsson er nú kominn til Lille í Frakklandi þar sem hann mun keppa í 200m hlaupi á Heimsmeistaramóti 17ára og yngri sem fram fer 6.-10.júlí. Kolbeinn náði lágmarki í 200m hlaupi og mun keppa fyrir Íslands hönd ásamt þremur öðrum ungmennum frá Íslandi. Kolbeinn keppir í undanrásum á föstudaginn, 8.júlí en síðan er keppni í undanúrslitum á laugardaginn og úrslitakeppnin fer fram á sunnudaginn. Það verður fróðlegt og spennandi að sjá hvernig Kolbeini gengur á sínu fyrsta stórmóti erlendis. Íslensku keppendurnir flugu út í dag ásamt fararstjórum og þjálfara. Til hamingju Kolbeinn með þennan árangur og gangi þér vel! Heimasíða mótsins er: http://www.iaaf.org/wic11/index.html
Lesa meira

Góđ ţátttaka í Akureyrarhlaupi

Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa fór fram í gærkvöldi og voru þátttakendur 130, sem er heldur meira en undanfarin ár.

Í 5 km hlaupi kom Ásdís Káradóttir fyrst í mark á 22:29, önnur kvenna var Brynja Björg Bragadóttir og þriðja var Líney Elíasdóttir. Annar í mark og fyrstur karla var Einar Ingimundarson á 22:47, í öðru sæti í karlaflokki var Vilhelm Ottó Biering Ottósson, sem er aðeins 9 ára gamall, á 23:13 og þriðji var bróðir hans Hermann Biering Ottósson á 24:04.

Í 10 km hlaupi kom Stefán Viðar Sigtryggsson á 35:33, annar karla var Helgi Sigurðsson á 39:33 og þriðji var Arnar Aðalgeirsson á 39:49. Önnur í mark í 10 km hlaupi og fyrst kvenna var Rannveig Oddsdóttir á 39:03, önnur kvenna var Birna Björnsdóttir á 41:45 og þriðja var Sonja Sif Jóhannsdóttir á 44:50.

Í hálfmaraþoni kom Geir Jóhannsson fyrstur í mark á 1:29:59, annar var Sigurður Ingvarsson á 1:30:03 og þriðji var Þröstur Már Pálmason á 1:34:56. Fast á hæla honum kom fyrsta konan Sigríður Einarsdóttir á 1:35:14, önnur kvenna var Gunnhildur H. Georgsdóttir á 1:45:54 og þriðja var Ingibjörg Halldórsdóttir á 1:51:44.

Sigurvegarar í öllum vegalengdum hlutu vegleg verðlaun frá Sportveri/Asics, Líkamsræktarstöðinni Átaki og Strikinu.

Hér má sjá tíma allra sem hlupu.

Lesa meira

Svćđi

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA