Akureyrarmót UFA fór fram um síðustu helgi á Þórsvellinum. 134 keppendur voru skráðir til leiks frá 14 félögum en þeir fengu fínasta keppnisveður og voru margir að bæta sín persónulegu met. Í heildarstigakeppni félaganna stóð UMSS uppi sem sigurvegari. Öll úrslit má finna á mot.fri.is
Sigþór Gunnar Jónsson 13 ára jafnaði aldursflokkametið (Íslandsmet í þeim aldursflokki) í 60m grindahlaupi, en hann hljóp á 10,30sek Til hamingju með það!
Takk fyrir gott mót!