• hlaup

    Langar ţig ađ hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • UFA bikar 2025
  • MÍ 11-14 2021

Fréttir

Meira frá Gautaborg

Bjartmar Örnuson hljóp 800m á 1:52,45mín sem er mjög nálægt hans besta tíma, hann varð í 7.sæti í hlaupinu. Hilmar Örn Jórunnarson 13 ára náði frábærum árangri í kúlu, en hann kastaði 11,52m og varð í 4. sæti hann kastaði svo spjóti 32,38m.
Nú er keppni lokið og þá taka við ferðir í Liseberg tívolíið og í Skara sommarland vatnsleikjagarðinn. Góða skemmtun!
Lesa meira

Fréttir frá Gautaborg

Það er allt gott að frétta af Gautaborgarförunum okkar.
Mikið hefur verið um bætingar, t.d. var Bjartmar Örnuson að hlaupa 400m á sinum besta tíma, 49,56 sek hann vann sinn riðil og lenti í 15.sæti, Eiríkur Árni Árnason varð 2. í sínum riðli í flokki 18-19 ára, hann hljóp einnig á sínum besta tíma 52,53sek og lenti í 21. sæti. Bríet Ósk Óafsdóttir 13 ára komst í úrslit í 80m hlaupi, hún hljóp á 10,75sek í úrslitunum og endaði í 8.sæti.
13 ára stelpurnar Rún, Berglind Björk, Melkorka Ýr og Dagný voru allar að standa sig mjög vel í 80m hlaupinu.
Sunna Rós Guðbergsdóttir 14 ára komst í úrslit í 100m hlaupi, hún hljóp á 13,41 sek og lenti í 16. sæti.
Rún Árnadóttir varð í 10. sæti í stangarstökki, stökk 2,20m
Örn Dúi og Eiríkur kepptu í 100m hlaupi í dag en komust ekki í úrslit.
Þetta er aðeins brot af árangri okkar fólks, ekki er búið að setja nærri öll úrslit inn á síðu mótsins en við fylgjumst með og setjum fréttir hér inn. Það var fínt keppnisveður í dag, lítil sól en hlýtt og milt veður en rigning í gær. Við óskum keppendunum okkar áfram góðs gengis.
Lesa meira

Kolbeinn á HM

Kolbeinn Höður hefur nú lokið keppni á Heimsmeistaramóti 17 ára og yngri í Frakklandi. Kolbeinn keppti í 200m hlaupi, hann hljóp á 22,61sek sem er hans besti tími, en nægði þó ekki til að komast áfram.
Lesa meira

Svćđi

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA