Bjartmar Örnuson hljóp 800m á 1:52,45mín sem er mjög nálægt hans besta tíma, hann varð í 7.sæti í hlaupinu. Hilmar Örn Jórunnarson 13 ára náði frábærum árangri í kúlu, en hann kastaði 11,52m og varð í 4. sæti hann kastaði svo spjóti 32,38m.
Nú er keppni lokið og þá taka við ferðir í Liseberg tívolíið og í Skara sommarland vatnsleikjagarðinn. Góða skemmtun!
Lesa meira
Það er allt gott að frétta af Gautaborgarförunum okkar.
Mikið hefur verið um bætingar, t.d. var Bjartmar Örnuson að hlaupa 400m á sinum besta tíma, 49,56 sek hann vann sinn riðil og lenti í 15.sæti, Eiríkur Árni Árnason varð 2. í sínum riðli í flokki 18-19 ára, hann hljóp einnig á sínum besta tíma 52,53sek og lenti í 21. sæti. Bríet Ósk Óafsdóttir 13 ára komst í úrslit í 80m hlaupi, hún hljóp á 10,75sek í úrslitunum og endaði í 8.sæti.
13 ára stelpurnar Rún, Berglind Björk, Melkorka Ýr og Dagný voru allar að standa sig mjög vel í 80m hlaupinu.
Sunna Rós Guðbergsdóttir 14 ára komst í úrslit í 100m hlaupi, hún hljóp á 13,41 sek og lenti í 16. sæti.
Rún Árnadóttir varð í 10. sæti í stangarstökki, stökk 2,20m
Örn Dúi og Eiríkur kepptu í 100m hlaupi í dag en komust ekki í úrslit.
Þetta er aðeins brot af árangri okkar fólks, ekki er búið að setja nærri öll úrslit inn á síðu mótsins en við fylgjumst með og setjum fréttir hér inn. Það var fínt keppnisveður í dag, lítil sól en hlýtt og milt veður en rigning í gær. Við óskum keppendunum okkar áfram góðs gengis.
Lesa meira
Kolbeinn Höður hefur nú lokið keppni á Heimsmeistaramóti 17 ára og yngri í Frakklandi. Kolbeinn keppti í 200m hlaupi, hann hljóp á 22,61sek sem er hans besti tími, en nægði þó ekki til að komast áfram.
Lesa meira