Þá er MÍ aðalhluta lokið. Hjá UFA vannst einn Íslandsmeistaratitill, en Bjarki Gíslason sigraði í stangarstökki, stökk 4,52m. Bjartmar Örnuson varð annar í 800m hlaupi á 1:59,09mín, Ásgerður Jana Ágústsdóttir varð í 2.sæti í hástökki, stökk 1,59m og strákarnir urðu í 3.sæti í 4x100m boðhlaupi á 45,50mín en í sveitinni voru Bjarki, Guðmundur Freyr, Eiríkur og Örn Dúi. Öll úrslit má sjá á mot.fri.is Mikið rok var á Selfossi og gerði keppendum og starfsfólki erfitt fyrir.
Langar þig að hlaupa?
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.