Langar þig að hlaupa?
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.
Dagana 24. til 29. júlí fer fram Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í borginni Trabazon í Tyrklandi. Allar Ólympíunefndir Evrópu senda sína sterkustu keppendur til leiks, en aldur keppenda er 15 - 18 ára. Kolbeinn Höður Gunnarsson í UFA er einn þessara keppenda og mun keppa í 100 og 200 m hlaupum.
Frá Íslandi taka þátt keppendur í fimleikum pilta og stúlkna, frjálsíþróttum, sundi, hjólreiðum, júdó og tennis og telur hópurinn 22 keppendur, 2 dómara í fimleikum og 13 fylgdarmenn í hlutverki þjálfara, flokkstjóra, sjúkraþjálfara og fararstjóra.
Stór hluti hópsins heldur utan 20. júlí og dvelur í nokkurra daga æfingabúðum með Finnum og Dönum áður en keppnin hefst.
Gist verður í Ólympíuþorpi sem er heimavist háskólans í borginni, en hluti hennar er nýbyggður, eins og flestir keppnisstaðirnir. Ljóst er að Tyrkir leggja mikið í að aðstaða verði sem allra best fyrir keppnina sjálfa og þátttakendur.
Hægt er að fá frekari upplýsingar um Ólympíuhátíðina á heimasíðu hennar, www.trabzon2011.org
Kolbeinn er einn fjögurra frjálsíþróttakeppenda sem fara frá Íslandi og er þetta mikið ævintýri fyrir hann. Kolbeinn er nýkominn heim frá heimsmeistaramóti 17 ára og yngri sem haldi var í Lille í Frakkalandi. Þar keppti hann í 200 m hlaupi og bætti hann sinn besta árangur verulega þegar hann hljóp á 22,61 sek. Á Akureyrarmótinu um síðustu helgi gerði hann gott betur og hljóp 200 m á 22,41 sek. Þar hljóp hann 100 m á 11.04 sek sem er veruleg bæting en því miður var meðvindur heldur mikill. Kolbeinn ætlar sér því stóra hluti á Ólympíuhátíðinni og vonum við að það gangi eftir hjá honum.
Akureyrarmót UFA fór fram um síðustu helgi á Þórsvellinum. 134 keppendur voru skráðir til leiks frá 14 félögum en þeir fengu fínasta keppnisveður og voru margir að bæta sín persónulegu met. Í heildarstigakeppni félaganna stóð UMSS uppi sem sigurvegari. Öll úrslit má finna á mot.fri.is
Sigþór Gunnar Jónsson 13 ára jafnaði aldursflokkametið (Íslandsmet í þeim aldursflokki) í 60m grindahlaupi, en hann hljóp á 10,30sek Til hamingju með það!
Takk fyrir gott mót!