• hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • UFA bikar 2025
  • MÍ 11-14 2021

Fréttir

Bjarki Íslandsmeistari í stangarstökki

Þá er MÍ aðalhluta lokið. Hjá UFA vannst einn Íslandsmeistaratitill, en Bjarki Gíslason sigraði í stangarstökki, stökk 4,52m. Bjartmar Örnuson varð annar í 800m hlaupi á 1:59,09mín, Ásgerður Jana Ágústsdóttir varð í 2.sæti í hástökki, stökk 1,59m og strákarnir urðu í 3.sæti í 4x100m boðhlaupi á 45,50mín en í sveitinni voru Bjarki, Guðmundur Freyr, Eiríkur og Örn Dúi. Öll úrslit má sjá á mot.fri.is   Mikið rok var á Selfossi og gerði keppendum og starfsfólki erfitt fyrir.
Lesa meira

MÍ aðalhluti

Meistaramót Íslands, það 85 í röðinni, verður haldið nú um helgina á nýjum frjálsíþróttavelli á Selfossi. Þátttaka er mjög góð en 184 keppendur frá 14 félögum og samböndum eru skráðir til leiks.
Frá UFA eru keppendur 10 talsins að þessu sinni. Búast má með spennandi og skemmtilegri keppni þar sem flest af besta frjálsíþróttafólki á Íslandi mun mæta.
Lesa meira

Unglingalandsmót UMFÍ

Um verlsunarmannahelgina fer fram Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum. Ferðartilhögunin er þannig að keppendur fara með foreldrum sínum og er boðið upp á sameiginlegt tjaldsvæði fyrir hvert félag. Mótsgjaldið er 6000kr og er innifalið í því tjaldsvæði og skemmtun. Hægt er að fræðast nánar um unglingalandsmótið og skrá sig til leiks á síðunni www.ulm.is

Hvetjum sem flesta til að taka þátt
Kveðjur,
Maja og Unnar

Lesa meira

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA