Akureyrarmót UFA og Norðlenska var haldið 21. ágúst síðastliðinn í veðurblíðu. Níutíu keppendur mættu til leiks, flestir voru iðkendur UFA en einng mættu góðir hópar frá Þingeyingum, Skagfirðingum og Húnvetningum auk annarra sem sumir hverjir komu lengra að.