Aðalfundur UFA var haldinn 23. febrúar sl. í sal ÍBA í Íþróttahöllinni.
Farið var yfir ársskýrslur úr starfseminni og ársreikningur samþykktur. Helstu fréttir af fundinum má finna í fundargerð aðalfundar sem er hér fyrir neðan ásamt ársskýrslum, ársreikningi og fjárhagsáætlun fyrir árið 2022.
Á fundinum var kjörin ný stjórn sem skiptir með sér verkum á næstu dögum.Í stjórn UFA starfsárið 2022-2023 voru kosin:
Rósa Dagný Benjamínsdóttir
Elsa María Guðmundsdóttir
Rósa Hrefna Gísladóttir
Arnar Elíasson
Jóna Finndís Jónsdóttir
Birnir Vagn Finnsson (áheyrnarfulltrúi iðkenda)
Guðmundur Víðir Gunnlaugsson er áfram skoðunarmaður reikninga.
Engin framboð voru í varastjórn á fundinum en áhugasömum er bent á að hafa samband (ufa@ufa.is).
Ársskýrsla UFA 2021
Ársreikningur UFA 2021
Ársskýrsla UFA Eyrarskokk 2021
Ársskýrsla þríþrautadeildarinnar Norðurljósin - Perlur Eyjafjarðar 2021 (kemur inn síðar)
Fjárhagsáætlun UFA 2022
Fundargerð aðalfundar, 23. febrúar 2022
Við þökkum RUB23 kærlega fyrir góða súpu og brauð á fundinum!