• hlaup

    Langar ţig ađ hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • UFA bikar 2025
  • MÍ 11-14 2021

Fréttir

Breytt ćfingatafla

Við vekjum athygli iðkenda á því að um áramót tók gildi ný og lítið eitt breytt æfingatafla. Flokkar eru nú þrír í stað fjögurra. 1.-3. bekkur er saman eins og áður á óbreyttum tímum, 4.-7. bekkur saman á þeim tímum sem áður tilheyrðu eldri hóp og 8. bekkur og eldri eru saman á æfingatímum eldri flokksins.  Hér má sjá nýju æfingatöfluna.
Lesa meira

Reykjavíkurleikar

Nú er nýhafið alþjóðlegt boðsmót í Laugardalshöllinni þar sem Bjarki Gísla, Bjartmar og Börkur eru meðal keppanda. Bjarki keppir við Bandaríkjamann sem á yfir 5 m í stönginni, Bjartmar keppir í 800m hlaupi og Börkur í kúluvarpi. Þeir hafa allir lokið keppni Bjarki varð 2. stökk 4,40 m, Bjartmar 3. á 1:58,63 mín og Börkur 3. í kúlu varpaði 13,19 m.
Lesa meira

Frábćr árangur á stórmóti ÍR

18 keppendur frá UFA tóku þátt í stórmóti ÍR nú um helgina og var uppskeran  frábær 11 á palli. Fyrst skal nefna Kolbein sem sigraði í 5 greinum í 13-14 ára flokki og flestum með nokkrum yfirburðum  60m, 60 m grind, 200m og 800m hlaupum og í hástökki, greinilega upprennandi tugþrautamaður, í 15- 16 ára flokki sigraði Örn Dúi í þrístökki, 60m og 60m grindahlaupi varð 2. í langstökki og 2.-3. í hástökki og Andri Már varð 3. í langstökki og 60m grindahlaupi, Eiríkur Árni varð 3. í stangarstökki í sama flokki, Magnús Aríus vann langstökk og 60 m grind og varð 3. í 60 m hlaupi í 12 ára flokki Valþór vann kúluvarpið og Daníel Arnar varð í 2. sæti, Í 13-14 ára flokki varð Borgþór 3. í hástökki og langstökki og Ásgerður Jana 3. í hástökki, Heiðrún Dís vann 60m grindahlaup 15-16 ára og Elvar Örn varð 2. í langstökki og 60m hlaupi og 3. í stangarstökki karla. Óskum keppendum til hamingju með árangurinn og góðrar heimferðar.

Lesa meira

Svćđi

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA