• MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • UFA bikar 2025

Fréttir

Leiðrétting á æfingatöflu

Nokkrar villur slæddust inn í auglýsinguna í dagskránni á miðvikudaginn. Í yngsta flokknum verður Hilmar með æfinguna á mánudögum en Unnar á þriðjudögum en ekki öfugt, æfingagjöldin hjá 8. og 9. bekkingum verða óbreytt 14.000 fyrir 3 æfingar í viku og lyftingatímar verða óbreyttir út janúar í elsta flokknum.
Lesa meira

Mót framundan

Næstkomandi laugardag, 10. janúar fer héraðsmót UMSE fram á Hrafnagili. Keppt verður í fjórum aldursflokkum; 8 ára og yngri, 9-10 ára, 11-12 ára og 13 ára og eldri. Þjálfarar taka við skráningu á mótið á æfingu í dag eða í síma 8684547.

Aðra helgi (16.-18. jan.) verður Stórmót ÍR haldið í Reykjavík. Þar verður keppt í öllum aldursflokkum. Iðkendur 11 ára og eldri geta farið með rútu á vegum félagsins, en yngri yðkendur verða að vera í fylgd með foreldrum.

Lesa meira

Úrslit úr Gamlárshlaupi UFA

Nú eru úrslitin úr Gamlárshlaupinu komin hér inn. Tíma allra sem hlupu 4 og 10 km má sjá hér , svo og úrslit í aldursflokkum. Stöðuna í stigakeppni vetrarhlaupanna eftir þrjú fyrstu hlaupin má sjá hér.
Lesa meira

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA