Börkur Sveinsson varð Íslandsmeistari í kúluvarpi drengja og Örn Dúi í 60m grindahlaupi sveina, Örn varð einnig 2. í þrístökki, Elvar Örn varð 2. í stangarstökki og 3. í kúluvarpi drengja og ungkarlasveitin varð 3. í 4x400m hlaupi. Aðrir sem komust í úrslit í dag voru Andri Már í 60m grind og þrístökki sveina og Agnes Eva og Heiðrún Dís í 60m grindahlaupi meyja. Bjarki Gíslason varð fyrir því óláni að meiðast í fyrstu grein í gær og varð að hætta keppni. UFA varð í 3. sæti í stigakeppni sveina og drengja og í 6. sæti í heildarstigakeppninni. Þið stóðuð ykkur vel.
Langar þig að hlaupa?
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.