• UFA bikar 2025
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 11-14 2021

Fréttir

Fjórða vetrarhlaupið

Fjórða hlaupið í vetrarhlaupasyrpu UFA fór fram í morgun. Þátttaka var ágæt og hlupu 19 hlauparar 10 km leið að vanda, að þessu sinni í heldur leiðinlegu færi og norðangjólu. Fyrstur í mark varð Stefán Viðar Sigtryggsson á 42:12, annar var Þröstur Már Pálmason á 44:42 og þriðji var Atli Steinn Sveinbjörnsson á 44:53. Fyrst kvenna var Rannveig Oddsdóttir á 45:47, önnur var Sigríður Einarsdóttir á 47:13 og þriðja var Björk Sigurðardóttir á 50:50.
Í liðakeppninni takast nú á sveitir ÍV - íslenskara verðbréfa og líkamsræktarstöðvarinnar Bjargs. Tókst liði Bjargs að vinna eitt stig á keppninautana í ÍV með því að vera samanlagt aðeins 46 sek. á undan þeim í mark en eru þó stigi eftir, með 17 stig á móti 18 stigum hjá ÍV. Þriðja sætið vermir Eyrarskokk með 8 stig.
Rannveig Oddsdóttir náði forustunni af Björku Sigurðardóttur í keppni kvenna, er nú einu stigi á undan með 15 stig á móti 14 stigum Bjarkar. Sigríður Einarsdóttir er í þriðja sæti með 13 stig.
Bjartmar Örnuson, íþróttamaður ársins hjá UFA, heldur forystunni í karlaflokki með 14 stig, Andri Steindórsson skíðagöngukappi er í öðru sæti með 10 stig en Þröstur Már Pálmason skaust í dag upp í þriðja sætið í karlaflokki með því að verða annar í mark við þessar erfiðu aðstæður.
Tvö hlaup eru eftir í vetrarhlaupasyrpunni. Hart verður barist fram á síðustu metrana. Öllum er heimil þátttaka þó svo fólk hafi ekki verið með fram til þessa. Næstu hlaup verða 28. feb. og 28. mar.
Hér má sjá tíma allra sem hlupu og stöðuna í stigakeppni einstaklinga og liða. Og hér má sjá nokkrar myndir frá hlaupinu.

Lesa meira

Þrjú brons á fyrri keppnisdegi á MÍ 15-22 ára

Örn Dúi varð 3. í 60m hlaupi sveina, Elvar Örn varð 3. í langstökki drengja og Bjartmar 3. í 800m hlaupi ungkarla. Aðrir sem komust í úrslit í dag voru Andri Már í 60m hlaupi og langstökki sveina og Örn Dúi einnig, Elvar Örn í 60m hlaupi drengja og Bjarki í 60m ungkarla og Agnes Eva í langstökki meyja. Til haminjgu með árangurinn og gangi ykkur öllum vel á morgun.
Lesa meira

MÍ 15-22 ára

UFA er 12 keppendur á mótinu um helgina, keppni hefst kl. 11 í fyrramálið. Hægt er að fylgjast með úrsltum á http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/timesedillib1081.htm auk þess sem einhver úrslit verða sett hér inn.
Lesa meira

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA