UFA tók þátt í Bikarkeppni FRÍ í sameiginlegu liði Norðurlands ásamt UMSS, UMSE og HSÞ. Konurnar höfnuðu í 3. sæti en karla liðið í 6. sæti og samanlagt í 5. sæti. Bjarki Gísla vann stöngina og varð annar í 60m grindahlaupi, Bjartmar varð annar í 400m hlaupi. Hafdís vann báðar sínar greinar 200m og langstökk og kvennasveitin vann 4x400m hlaupið, Linda Björk varð 3. í 400m hlaupi og Vilborg 3. í stönginni. Við erum með ungt lið sem á framtíðina fyrir sér.
Langar þig að hlaupa?
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.