Þeir sem vilja utanyfirgalla fyrir MÍ 11-14 ára þurfa að senda póst á katoti@simnet.is fyrir mánudag með stærð og áletrun(nafni), gallarnir kostuðu 7000 fyrir jólin á ekki von á að þeir hafi hækkað. Svanhildur sími 8640096, er með keppnisgallana til sölu á Meistaramóti er ætlast til að allir keppendur séu í liðsbúningi síns félags.
4 keppendur frá UFA eru á Meistaramóti Íslands á Laugardalnum nú um helgina. Bjartmar stóð sig frábærlega í dag og náði 3. sæti í 400m hlaupi á 50,91 sek. aðrir náðu ekki inn í úrslit. Keppni heldur svo áfram á morgun.
Börkur Sveinsson varð Íslandsmeistari í kúluvarpi drengja og Örn Dúi í 60m grindahlaupi sveina, Örn varð einnig 2. í þrístökki, Elvar Örn varð 2. í stangarstökki og 3. í kúluvarpi drengja og ungkarlasveitin varð 3. í 4x400m hlaupi. Aðrir sem komust í úrslit í dag voru Andri Már í 60m grind og þrístökki sveina og Agnes Eva og Heiðrún Dís í 60m grindahlaupi meyja. Bjarki Gíslason varð fyrir því óláni að meiðast í fyrstu grein í gær og varð að hætta keppni. UFA varð í 3. sæti í stigakeppni sveina og drengja og í 6. sæti í heildarstigakeppninni. Þið stóðuð ykkur vel.