Langar þig að hlaupa?
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.
Bjarki Gíslason úr UFA er annar í sjöþraut karla eftir fyrri keppnisdag á meistaramóti Íslands í fjölþrautum. Bjarki er með 2501 stig, Bjarni Malmquist Jónsson (Fjölni) er efstur með 2593 stig og þriðji er Sölvi Guðmundsson (Breiðabliki) með 2416 stig.
Í drengjaflokki leiðir Elvar Örn Sigurðsson keppnina með 2358 stig, annar er Halldór Örn Kristjánsson (UMSS) með2063 stig og þriðji er Árni Rúnar Hrólfsson (UMSS) með 2000 stig.
Örn Dúi Kristjánsson er þriðji í flokki sveina 15-16 ára með 2197 stig, efstur er Ingi Rúnar Kristjánsson (Breiðabliki) með 2478 stig og annar er Snjólfur Björnsson (HSH) með 2255 stig
Seinni hluti keppninnar fer fram í dag.