• UFA bikar 2025
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 11-14 2021

Fréttir

Elvar Örn Íslandsmeistari og fjögur verðlaun alls

Elvar Örn vann sjöþraut pilta 17-18 ára, Bjarki Gísla með silfur í í karlaþrautinni og Örn Dúi brons í sveinaflokki, Agnes Eva með brons í fimmtarþraut meyja. Þar sem mótaforritið liggur niðri verða tölulegar upplýsingar að bíða betri tíma.
Lesa meira

Góður árangur á fyrri degi fjölþrautar

Bjarki Gíslason úr UFA er annar í sjöþraut karla eftir fyrri keppnisdag á meistaramóti Íslands í fjölþrautum. Bjarki er með 2501 stig, Bjarni Malmquist Jónsson (Fjölni) er efstur með 2593 stig og þriðji er Sölvi Guðmundsson (Breiðabliki) með 2416 stig.
Í drengjaflokki leiðir Elvar Örn Sigurðsson keppnina með 2358 stig, annar er Halldór Örn Kristjánsson (UMSS) með2063 stig og þriðji er Árni Rúnar Hrólfsson (UMSS) með 2000 stig.
Örn Dúi Kristjánsson er þriðji í flokki sveina 15-16 ára með 2197 stig, efstur er Ingi Rúnar Kristjánsson (Breiðabliki) með 2478 stig og annar er Snjólfur Björnsson (HSH) með 2255 stig
Seinni hluti keppninnar fer fram í dag.

 

Lesa meira

Aðalfundur UFA 18. febrúar

Aðalfundur UFA verður haldinn í kaffiteríu íþróttahallarinnar miðvikudaginn 18. febrúar kl. 20:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, þar sem farið verður yfir starfið á liðnu ári og það sem framundan er. Einnig verða lagðar  fyrir fundinn minniháttar lagabreytingar. Viðurkenningar verða veittar fyrir ástundun og árangur á nýliðnu ári og að vanda verður boðið upp á girnilegar veitingar. Við hvetjum iðkendur og foreldra þeirra til að fjölmenna á fundinn og eiga með okkur notalega kvöldstund.
Lesa meira

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA