Heldur dræm þátttaka var í fimmta vetrarhlaupi vetrarins sem fram fór á laugardaginn. Vetrarfrí í skólum hafa trúlega átt sinn þátt í því. En fimmtán hlauparar mættu galvaskir til leiks. Atli Steinn Sveinbjörnsson varð fyrstur í mark á tímanum 42:05, annar var Magnús Eggertsson á 42:23 og þriðji var Sævar Helgason á 42:37. Fyrst kvenna var Sigríður Einarsdóttir á 45:14, önnur var Björk Sigurðardóttir á 47:48 og þriðja var Arnfríður Kjartansdóttir á 54:13. Nánari úrslit verða birt hér á síðunni innan tíðar.
Langar ţig ađ hlaupa?
UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.