• UFA bikar 2025
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 11-14 2021

Fréttir

MÍ 11-14 ára 28.feb-1. mars hagnýtar upplýsingar

Keppni fer fram í Laugardalshöll frá 10-16 laugardag og 10-15 sunnudag.  Keppnisgreinar eru 60m, 60m grind, 800m og 4x200m hlaup, langstökk, hástökk og kúluvarp. Foreldrar sem heima sitja geta fylgst með mótinu á mot.fri.is . Gist verður í Tónabæ, hafa með sér vindsæng, sæng og kodda.  Farið verður með rútu frá Búgarði að Óseyri 2 kl. 16:00 á föstudag. Gjald 6000 krónur sem greiðist við brottför, innifalið ferðir, gisting og keppnisgjöld og matur. Morgunmatur, vallarnesti og matur á laugardegi innifalinn í gjaldi. Hafa með nesti í rútuna. Vasapeningur 2000 krónur fyrir leiser(800), sundi(200) og mat á heimleið(600). Muna að pakka UFA fötum, keppnisgalla, íþróttaskóm, sundfötum, náttfötum o.s.frv. Stuttur foreldrafundur verður á skrifstofu UFA í Hamri fimmtudaginn 26. febrúar kl.18:30, farastjórar og þjálfari mæta.

Lesa meira

Bikarkeppni FRÍ lokið

UFA tók þátt í Bikarkeppni FRÍ í sameiginlegu liði Norðurlands ásamt UMSS, UMSE og HSÞ. Konurnar höfnuðu í 3. sæti en karla liðið í 6. sæti og samanlagt í 5. sæti. Bjarki Gísla vann stöngina og varð annar í 60m grindahlaupi, Bjartmar varð annar í 400m hlaupi. Hafdís vann báðar sínar greinar 200m og langstökk og kvennasveitin vann 4x400m hlaupið, Linda Björk varð 3. í 400m hlaupi og Vilborg 3. í stönginni. Við erum með ungt lið sem á framtíðina fyrir sér.
Lesa meira

Veitingar á aðalfundi

Við minnum félagsmenn á að sú hefð hefur skapast að fundarmenn sem sækja aðalfundinn taki með sér kaffibrauð og leggi á sameiginlegt hlaðborð sem gestir gæða sér á í kaffihléi. Kaffi og aðrir drykkir eru í boði félagsins.
Lesa meira

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA