• MÍ 11-14 2021
  • UFA bikar 2025
  • hlaup

    Langar ţig ađ hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

Fréttir

Kökubasar föstudaginn 13. mars

Næstkomandi föstudag milli kl. 15:00 og 18:00 verður UFA með kökubasar á Glerártorgi. Við biðjum foreldra iðkenda að baka kökur eða eitthvað annað girnilegt og koma með á Glerártorg kl. 14-14:30 á föstudaginn. Við hvetjum alla velunnara félagsins að koma við hjá sölumönnum á föstudaginn og kaupa köku og styrkja félagið í leiðinni.
Nánari upplýsingar veita Svanhildur í síma 864 0096 og Hólmfríður í síma 869 3665.

Lesa meira

Fimmtán ţátttakendur í vetrarhlaupi

Heldur dræm þátttaka var í fimmta vetrarhlaupi vetrarins sem fram fór á laugardaginn. Vetrarfrí í skólum hafa trúlega átt sinn þátt í því. En fimmtán hlauparar mættu galvaskir til leiks. Atli Steinn Sveinbjörnsson varð fyrstur í mark á tímanum 42:05, annar var Magnús Eggertsson á 42:23 og þriðji var Sævar Helgason á 42:37. Fyrst kvenna var Sigríður Einarsdóttir á 45:14, önnur var Björk Sigurðardóttir á 47:48 og þriðja var Arnfríður Kjartansdóttir á 54:13. Nánari úrslit verða birt hér á síðunni innan tíðar.
Lesa meira

Frábćr árangur á MÍ 7 Íslandsmeistaratitlar og 5. sćti í heildarstigakeppninni

Kolbeinn Höður þrefaldur Íslandsmeistari í 60m, 60m grind og 800m hlaupi, 2. í langstökki og 3. í hástökki pilta 14 ára. Ásgerður Jana Íslandsmeistari í 60m grind og hástökki og 2. í langstökki 13 ára telpna. Sunna Rós Íslandsmeistari í langstökki og 3. í 800m hlaupi 12 ára stelpna. Stelpna sveitin í 11 ára flokki Íslandsmeistari í 4x200m hlaupi, Kristín Arnórsdóttir 2. í 60m hlaupi og Andrea Mist 3. í langstökki í 11 ára flokknum. Valþór Ingi varð 2. í kúluvarpi 12 ára stráka og telpna sveitin 14 ára 3. í 4x200m hlaupi. 7 gull, 4 silfur og 3 brons. UFA varð í 5. sæti í heildarstigakeppninni, í 2. sæti hjá 11 og 12 ára stelpum og 14 ára piltum og 3. sæti hjá 13 ára telpum.

 

Lesa meira

Svćđi

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA