Dómaranámskeið í frjálsum - á netinu

Á mótunum okkar þurfum við að hafa gott fólk til að mæla og passa upp á að allt sé eftir kúnstarinnar reglum. Þá er reglulega gott ef nokkrir úr sjálfboðaliðahópnum okkar gefa sér tíma til að taka áhugavert netnámskeið í dómarafræðum til að öðlast héraðsdómararéttindi.

Námskeiðið er frítt og enginn verklegur hluti. Þegar búið er að hlýða á fyrirlestrana er um að gera að senda póst á Björgvin sem er í dómaranefnd FRÍ og taka héraðsdómaraprófið á netinu. 

Í þessum spilunarlista á youtube eru fyrirlestrarnir: Héraðsdómaranámskeið
Hægt er að spila þá á 1,5x hraða til að spara tíma 😃

Þar sem námsgögnin eru ekki komin á heimasíðu FRÍ ennþá þá er mappa á GoogleDrive með þeim: Námsgögn

Önnur mappa inniheldur alls konar gagnlegt, samt margt það sama og kemur fram á glærunum en á öðru formi: Aukagögn

Annar möguleiki er að taka netnámskeið á vegum World Athletics. Ef þátttakendur klára slíkt námskeið veitir það svokölluð "National Athletics Referee" réttindi sem eru "æðri" réttindi en héraðsdómararéttindin sem námskeiðið að ofan veitir án þess þó að námsefnið sé mjög frábrugðið eða flóknara.


 


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA