Langar ţig ađ hlaupa?
UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.
UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.
Nú eru tímar allra í 4 og 10 km. hlaupinu komnir inn svo og nöfn fyrstu þriggja í hverjum aldurflokki í skólahlaupinu. Þar vantar þó nöfn fyrstu barna í flokki 7-9 ára og væri vel þegið að þeir sem geta veitt upplýsingar um það hverjir það voru sendi upplýsingar þar um á netfangið rannodd@hi.is
Um 330 manns tóku þátt í 1. maí hlaupi UFA í morgun. 260 krakkar hlupu 2 km, 20 manns hlupu 4 km og um 50 hlupu 10 km. Grunnskólinn í Hrísey náði bestri hlutfallslegri þáttöku en 82% nemenda tók þátt í hlaupinu og lauk þar með margra ára sigurgöngu Valsárskóla sem var í öðru sæti með 32% þátttöku. Oddeyrarskóli var í þriðjasæti í skólakeppninni með 17% þáttöku.
Í 4 km hlaupi kom Ívar Sigurbjörnsson fyrstur í mark á 13:48, annar var Ragnar Bjarkan Pálsson á 13:52 og þriðji var Tómas Már Svavarsson á 17:14. Fyrst kvenna var Elise Marie á 17:40, önnur var Rakel Ósk á 19:29 og þriðja var Björk Jóhannsdóttir á 21:11.
Í 10 km hlaupi sigraði Bjartmar Örnuson í karlaflokki en hann hljóp á 35:05, annar var Stefán Viðar Sigtryggson var annar á 37:56 og þriðji var Halldór Arinbjarnarson á 40:27. Rannveig Oddsdóttir var fyrst kvenna í 10 km hlaupi, hljóp á 39:31, önnur var Sigríður Einarsdóttir á 42:49 og þriðja var Helga Árnadóttir á 44:13.
Nöfn þriggja fyrstu í hverjum aldursflokki í skólahlaupinu og tímar allra í 4 og 10 km hlaupi verða birt hér á síðunni innan tíðar.