Sunnudaginn 14. júní ætli UFA og UMSE að halda í sameiningu mót á Sauðárkróksvelli, til að þjálfa starfsfólk fyrir landsmótið. Mótið á að hefjast kl. 13:30. Búið er að opna fyrir skráningu á mótaforritinu og líkur henni kl. 20:00 á föstudaginn.
Æfingar eru nú hafnar samkvæmt æfingatöflu sumarsins. Allar æfingar fara fram á Akureyrarvelli. Við vekjum athygli á því að þessa viku og næstu býðst öllum að æfa frítt. Æfingatöfluna má sjá hér.
Næstkomandi föstudag heldur UFA kökubasar á Glerártorgi. Iðkendur og velunnarar félagsins eru beðnir að koma með kökur eða annað góðgæti á Glerártorg (við Nettó) milli kl 14-15. Sala hefst kl. 15 og hvetjum við fólk til að koma og kaupa sér köku með kaffinu og styrkja um leið íþróttastarfið hjá UFA.