• UFA bikar 2025
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 11-14 2021

Sumarleikar HSÞ 27.-28. júní

Þetta er fjölskylduferð og keppt er báða dagana. Mótið hefst kl 13.00 á laugardag og stendur til 18.00 og  á sunnudag verður byrjað kl 11.00 og á að vera búið kl 17.00. Tímaseðil má sjá á mot.fri.is . Keppendur þurfa að koma sér þangað sjálfir og eru á ábyrgð foreldranna. Það er tilvalið að tjalda við völlinn(ókeypis) og það verður grillað á laugardagskvöldið(1500 á manninn 11 ára og eldri). Keppnisgjald er 400kr á grein fyrir alla aldursflokka. Það skal greiðast á staðnum hjá  völdum aðila. Athugið vel hvaða greinar eru hvorn dag ef þið ætlið aðeins að vera annan daginn, því greiða þarf fyrir hverja skráningu. Keppendur skulu skrá sig á æfingum í síðasta lagi á fimmtudag.

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA