• MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • UFA bikar 2025

Fréttir

Börkur með tvo Íslandsmeistaratitla

Börkur sigraði bæði í kúlu og kringlu drengja 17-18 ára, þ.a. Íslandsmeistaratitlarnir voru 7 í heildina, Örn með þrjá og Börkur og Agnes Eva með tvo hvort. Fyrirgefðu þetta Börkur.
Lesa meira

Örn Dúi með tvo Íslandsmeistaratitla í dag og Agnes Eva einn

Örn Dúi stóð sig frábærlega í dag en hann varð Íslandsmeistari í þrístökki og 300m grindahlaupi, varð 2. í hástökki og 3. í 200m hlaupi sveina. Agnes Eva varð Íslandsmeistari í sleggjukasti og 3. í spjótkasti meyja, Heiðrún Dís varð 2. í 300m grindahlaupi, Rúnar Sverrisson 2. í 3000m hlaupi ungkarla og Bjartmar 3. í 800m hlaupi. Meyjarnar og Sveinarnir urðu í 3. sæti í stigakeppninni og UFA í 4. sæti í heildarkeppninni. Frábær árangur hjá ekki fleiri keppendum. Til hamingju með árangurinn krakkar.
Lesa meira

3 Íslandsmeistarar á fyrri keppnisdegi

Meistaramót Íslands 15-22 ára fer nú fram í Kópavogi, UFA er með 12 keppendur á mótinu og hafa 5 þeirra verið á palli í dag. Börkur Sveinsson varð tvöfaldur Íslandsmeistari í kúluvarpi og kringlukasti drengja 17-18 ára. Örn Dúi varð Íslandsmeistari í 100 m grindahlaupi sveina 15-16ára, 2. í 100m hlaupi,3. í 400m hlaupi og langstökki. Agnes Eva Þórarinsdóttir Íslandsmeistari í Kringlukasti meyja 15-16 ára. Bjartmar Örnuson varð 2. í 1500m hlaupi ungkarla 19-22 ára og Heiðrún Dís Stefánsdóttir 3. í 400m hlaupi. UFA er í 3. sæti í stigakeppni meyja og sveina og 4. sæti í heildarstigakeppninni. Frábær árangur á fyrri degi, óskum þeim góðs gengis á morgun.
Lesa meira

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA