• hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • UFA bikar 2025
  • MÍ 11-14 2021

Fréttir

Haustfundur UFA

Haustfundur UFA verður haldinn fimmtudagskvöldið 15. október kl. 20:00 í Hamri. Iðkendum 11 ára og eldri verða veittar viðurkenningar fyrir þátttöku í Akureyrarmótinu í sumar og farið verður yfir starf vetrarins. Að venju eru iðkendur beðnir að taka með sér brauð eða kökur á sameiginlegt hlaðborð.
Lesa meira

Innheimta æfingagjalda

Tekið verður á móti æfingagjöldum í lok æfinga næstu þrjá daga þ.e. 6.-8. október hjá iðkendum 10 ára og eldri. Í næstu viku verður síðan æfingagjald fyrir börn í 1.-3. bekk innheimt í lok æfinga. Einnig er hægt að greiða æfingagjöldin með því að leggja inn á reiknin félagsins, en þá er mikilvægt að láta fylgja með upplýsingar um það fyrir hvern er verið að borga.
Lesa meira

Sprettæfingar langhlauparadeildar

Langhlauparadeild UFA stendur nú fyrir sprettæfingum á frjálsíþróttavellinum við Hamar tvisvar í viku.
Á mánudögum kl. 17:30 og í hádeginu á föstudögum. Mánudagsæfingin tekur u.þ.b. klukkutíma, en hádegisæfingin 40-50 mínútur og er miðað við að hún rúmist innan klukkutíma hádegishlés. Hlaupið er af stað frá Bjargi kl. 12:10 og hefjast sprettirnir svo kl. 12:20. Hægt er að sameinast hópnum hvort heldur sem er frá Bjargi eða á vellinum. Æfingarnar eru öllum opnar og vonumst við til að sjá sem flesta nýta sér aðstöðuna á þessum tímum. Hér má svo sjá nánari upplýsingar um hlaupaæfingar í bænum.
Lesa meira

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA