Meistaramót Íslands það 84. í röðinni verður haldið í Reykjavík nú um helgina. Þetta er aðalhluti MÍ og er því eingöngu keppt í karla- og kvennaflokki.
Lang flest af besta frjálsíþróttafólki landsins keppir á mótinu.
Skráðir keppendur eru 183 frá 13 félögum og samböndum. Keppt er um Íslandsmeistaratitla í 37 einstaklingsgreinum og einnig er keppt um titilinn Íslandsmeistari félagsliða í karla- og kvennaflokki og í samanlagðri stigakeppni.
Það verður spennandi að fylgjast með gengi okkar fólks en 12 manna hópur keppenda ásamt þjálfurunum Unnari og Gísla lagði af stað til Reykjavíkur kl 17 í dag.
Hægt er að fylgjast með úrslitum á mot.fri.is
Langar þig að hlaupa?
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.