• hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • UFA bikar 2025
  • MÍ 11-14 2021

Akureyrarmót

 

Akureyrarmót UFA

 

Akureyrarmót UFA verður haldið helgina 24. og 25. júlí n.k. á íþróttasvæðinu við Hamar á Akureyri.

Keppnisgreinar:

 

10 ára og yngri: Keppni laugard kl. 10 - 12 KIDS ATHLETIC – þrautabraut

 

11-12 ára 60m – 200m – 800m - 60gr – 4x100m boð

langst – hást – kúla – spjót.

 

13-14 ára 80m – 200m – 800/1500m – 80gr – 300g – 4x100m boð

langst – hást – stöng – kúla –kringla – sleggja – spjót

 

15 ára + 100m – 200m – 400m – 800m – 1500m 100gr/110g – 400g – 1000m boð

langst – hást – þríst – stöng – kúla – kringla – slegga – spjót

 

Um stigakeppni verður að ræða þannig að 2 fyrstu keppendur hvers félags í hverri grein telja til stiga. 1. sæti gefur 10 stig og svo koll af kolli, alls 10 keppendur (en athugið einungis tveir frá hverju félagi). Ein boðhlaupssveit frá félagi telur til stiga og verða stigin 10 fyrir fyrsta sæti, 8 fyrir annað sæti, 6 fyrir þriðja o.s.frv. alls 5 sveitir. Veittir verða bikarar stigahæsta félagi í hverjum aldursflokki og einnig stigahæsta félagi mótsins. Þá fá allir keppendur þátttökuverðlaun og einnig verða veitt útdráttarverðlaun á meðan á mótinu stendur. Hástökkskeppnin fer þannig fram að hver keppandi má einungis fella fjórum sinnum í keppninni allri. Opið er fyrir skráningu á mótaforritinu til þriðjudagsins 20. júlí. Skráningargjald er 500 kr. á grein hjá 11 ára og eldri og 700 kr. á boðhlaupssveit. 10 ára og yngri greiða 1000 kr.

Í samstarfi við Bryggjuna bjóðum við í pizzu og pastaveislu á pósthúsbarnum kl. 18:00 á laugardag. Verð fyrir pizzu- og pastahlaðborð er 1700 kr. fyrir 11 ára og eldri en 1300 fyrir 10 ára og yngri og ath. að drykkir með ábót eru innifaldir í verðinu. Einnig verðum við með til sölu bíómiða í Borgarbíó á kr. 800 (venjulegt verð kr. 1100). Við viljum biðja hvert félag að taka niður skráningar hjá sínum félögum og panta fyrir hópinn á netfangið valagil20@simnet.is, og greiða fyrir hópinn inná reikning UFA 1145-26-7701, kt. 5206922589 í síðasta lagi þriðjudaginn 20. júlí. Greiddum miðum í matinn og bíómiðum verður síðan dreift til forsvarsmanns hvers félags á laugardag.

Verðalaunaafhending og mótsslit, ásamt óvæntri uppákomu, fer fram á íþróttasvæðinu kl. 15:30 á sunnudag.

 

Hlökkum til að sjá ykkur

 

 

 


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA