Langar ţig ađ hlaupa?
UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.
UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.
Meistaramót Íslands 15-22 ára er haldið í Hafnarfirði nú um helgina.
Skráðir keppendur eru 193 frá 16 félögum og samböndum. Keppendur UFA eru 15 og hefur þeim gengið vel í dag. Í heildarstigakeppninni er UFA í fjórða sæti en bæði 17 til 18 ára strákar og 17-18 ára stelpur eru í þriðja sæti.
Helsti árangur dagsins er: Kolbeinn Höður Gunnarsson í flokki 15-16 ára sigraði í 100m. hlaupi á 11,28 sek. og í 400m. hlaupi á 52,33 sek.
Örn Dúi Kristjánsson í flokki 17-18 ára varð í 1. sæti í 300m grindahlaupi á 42,82sek. 2. sæti í 400m. hlaupi á 53,38 sek. og í 3. sæti í langstökki með 6,34m.
Eiríkur Árni Árnason 17-18 ára, 3. sæti í 400m. hlaupi á 53,86 sek.
Agnes Eva Þórarinsdóttir 17-18 ára, sigraði í kringlukasti með 29,33m og varð í 2. sæti í langstökki með 5,29 metra.
Freydís Anna Jónsdóttir í flokki 19-22 ára náði 3. sæti í sleggjukasti með 35,10 m.
Heiðrún Dís Stefánsdóttir 17-18 ára, 2. sæti í 400m. hlaupi á 62,77 sek.
Bjartmar Örnuson 19-22 ára 3. sæti í 400m. hlaupi á 51,46 sek.
Stefán Þór Jósefsson 3. sæti í 1500m hlaupi 17-18 ára á 5mín. og 8,82sek.
Þrjár boðhlaupssveitir kepptu fyrir hönd UFA í 4x100m: í flokki drengja 17-18 ára (Kolbeinn Höður, Örn Dúi, Eiríkur og Stefán Þór) ungkarla 19-22 ára (Börkur, Bjartmar, Guðmundur Freyr og Þorsteinn Helgi) og ungkvenna 19-22 ára (Heiðrún Dís, Agnes Eva, Rakel Ósk og Kolbrún Helga) og urðu þær allar í 3. sæti.
Fjórir Íslandsmeistaratitlar í dag, Kolbeinn með tvo, Agnes með einn og Örn Dúi með einn.
Áfram UFA á morgun!
Skráning er hafin á Unglingalandsmótið í Borgarnesi og líkur á miðnætti föstudaginn 23. júlí. Skráning fer fram á unglingalandsmótsvefnum ulm.is og getur hver og einn skráð sig sjálfur, sem við hvetjum ykkur til að reyna. Hægt er að fá aðstoð við skráningar hjá þjálfurum eða senda Unu póst á valagil20@simnet.is. Gott væri að fá póst um hverjir ætla að vera með í tjaldbúðum UFA á keppnissvæðinu á sama netfang. Að venju má búast við mikilli gleði og kátínu og því um að gera að mæta sem flest.