• UFA bikar 2025
  • hlaup

    Langar ţig ađ hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 11-14 2021

Fréttir

Ađ loknu Norđurlandamóti

Þá er NM undir 20 ára lokið. Við getum verið hreykin af þessu fyrsta alþjóðlega stórmóti sem við höldum hér á Akureyri. Mótið þótti takast vel í alla staði. Keppendur voru rúmlega 200 frá öllum norðurlöndunum nema Færeyjum.
Norrænu gestirnir voru mjög sáttir við framkvæmd mótsins og allar móttökur hér á Akureyri. Norðmenn sigruðu í heildarstigakeppninni, Finnar sigruðu í kvennagreinum en Svíar í karlagreinum. Keppendur íslenska liðsins voru flestir 2-3 árum yngri en keppendur hinna norðurlandanna þ.a. það var við nokkurt ofurefli að etja og enduðum við í neðsta sæti í heildarstigakeppninni, en í næstneðsta sæti í kvennaflokki.
Keppendurnir okkar þau Agnes Eva, Börkur, Kolbeinn Höður og Örn Dúi stóðu sig vel og voru félaginu til sóma. Börkur bætti sinn árangur í kúluvarpinu, Kolbeinn Höður var að bæta sig í 100 og 200m og Örn Dúi bætti tímann sinn í 110m grindahlaupi.
Stjórn UFA þakkar öllum þeim sem komu að framkvæmd og undirbúningi mótsins á einn eða annan hátt; mótstjórn, vallarstarfsmönnum og UFA og UMSE félögum fyrir þeirra miklu vinnu. Félagið þakkar einnig stærstu stuðningsaðilum mótsins, Samherja og Íslandsbanka, sem ásamt stuðningi Akureyrarbæjar gerðu þetta framkvæmanlegt.

Lesa meira

Góđ gjöf frá Blikkrás

Blikkrás hefur fært félaginu að gjöf verðlaunapall sem var vígður á Norðurlandamótinu. Félagið færir Blikkrás bestu þakkir fyrir góða gjöf.
Lesa meira

Bjartmar bćtti sig í 800m hlaupi á móti í Manchester

Bjartmar hljóp á 1:52,91 sem er bæting um  41 hundruðustu, en hann átti best fyrir 1:53,32. Þetta er besti tími Íslendings á árinu. Til hamingju Bjartmar.
Lesa meira

Svćđi

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA