• UFA bikar 2025
  • hlaup

    Langar ţig ađ hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 11-14 2021

Fréttir

Silfurleikar ÍR

Silfurleikar ÍR eru haldnir nú um helgina í Laugardalshöllinni. Mótið er eitt af fjölmennustu frjálsíþróttamótum ársins og er til minningar um silfur Vilhjálms Einarssonar á Olympíuleikunum í Melbourne 1956 þegar hann stökk 16,26m í þrístökki. Mótið er fyrir 16 ára og yngri. Keppendur eru 543 talsins.
Ekki var um skipulagða ferð á þetta mót af hálfu félagsins en tveir keppendur fóru á eigin vegum, þau Ásgerður Jana Ágústsdóttir og Kolbeinn Höður Gunnarsson.
Kolbeinn gerði sér lítið fyrir og sigraði í þeim greinum sem hann tók þátt í,  
þ.e. í 200m hlaupi á 23,52 sek, 60m grindahlaupi á 8,78 sek og í 60m hlaupi á 7,40 sek. Kolbeinn var að bæta tímann sinn í öllum greinunum. Ásgerður Jana varð í 4.sæti í kúlu, kastaði 9,42m og í hástökki varð hún í 5-7.sæti en hún stökk 1,40m. 

Lesa meira

Nóvembermótinu frestađ

Því miður verðum við að fresta nóvembermótinu sem átti að fara fram í dag í Boganum sökum færðar og veðurs.

Tökum það samt fram að ekki er búið að aflýsa krakkamótinu sem á að vera á morgun sunnudag. Það mun hefjast klukkan eitt í Íþróttahöllinni

Vonandi eigið þið góðan dag :o)

Stjórn UFA

Lesa meira

Keppnisgreinar og skráning á Nóvembermót

Næstkomandi helgi fer Nóvembermót UFA í frjálsum íþróttum fram. Mótið er öllum opið og hvetjum við sérstaklega yngri krakka til að koma og prófa þrautabrautina á sunnudaginn.

Nóvembermót í frjálsum íþróttum fyrir 11 ára og eldri fer fram í Boganum laugardaginn 13. nóvember kl. 13-17.
Keppt er í eftirfarandi greinum:

Flokkar 11-12 ára og 13-14 ára:
60 m hlaup, 60 m grindahlaup, 600 m hlaup, hástökk, langstökk, kúluvarp, skutlukast og 4x200 m boðhlaup.

15 ára og eldri:
60 m hlaup, 600 m hlaup (konur) / 1000 m hlaup (karlar), stangarstökk, langstökk, kúluvarp, 4x200 m boðhlaup.

Skráning til kl. 20:00 fimmtudaginn 11. nóv.
Hægt er að skrá sig með því að senda póst á ufa@ufa.is og gefa upp nafn, kennitöku og keppnisgreinar eða með því að skrá sig í gegnum mótaforrit fri (mot.fri.is).

Keppnisgjald kr. 1500 -óháð fjölda keppnisgreina
Boðið verður upp á veitingar eftir mót.

 

Nóvembermót fyrir 10 ára og yngri fer fram í íþróttahöllinnni sunnudaginn 14. nóvember kl 13-15.
Þrautabraut í anda krakkafrjálsra (kids Athletics)
Ekki er um beina keppni að ræða heldur verður sett upp þrautabraut og skipt í lið sem reyna með sér. 

Skráning til kl. 20:00 föstudaginn 12. nóv.
Skráning fer fram á netfanginu: ufa@ufa.is, gefa þarf upp nafn og kennitölu barns.

Keppnisgjald kr. 1000.
Boðið verður upp á veitingar eftir mót.

Lesa meira

Svćđi

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA